2012-12-02 23:32:56 CET

2012-12-02 23:33:28 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fjarskipti hf. - Fyrirtækjafréttir

Fjarskipti hf. gera samninga um viðskiptavakt við Íslandsbanka og Landsbankann


Fjarskipti hf. (VOICE) hafa  gert samning við Íslandsbanka um viðskiptavakt á
útgefnum hlutabréfum félagsins sem skráð verða í NASDAQ OMX Iceland (kauphöll).
Samningurinn tók gildi 30. nóvember en var gerður með fyrirvara um skráningu
félagsins í kauphöll. Tilgangur samningsins er að efla viðskipti með hlutabréf í
Fjarskiptum hf. í kauphöllinni í því skyni að seljanleiki hlutabréfanna aukist,
markaðsverð skapist og verðmyndun hlutabréfanna verði með skilvirkum og
gagnsæjum hætti.

Íslandsbanki skal dag hvern leggja fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf í
Fjarskiptum hf. í viðskiptakerfi kauphallarinnar, að lágmarki kr. 200.000 að
nafnvirði á gengi sem Íslandsbanki ákveður hverju sinni. Sé gengið að tilboði
Íslandsbanka skal bankinn leggja fram nýtt tilboð innan 10 mínútna. Munur á
kaup- og sölutilboðum skal ekki vera meiri en 1,5% og frávik frá síðasta
viðskiptaverði ekki meira en 3%. Hámarksfjárhæð viðskipta dag hvern sem
Íslandsbanki er skuldbundinn til að kaupa eða selja skal vera 1.500.000 hlutir
eða meira að nafnvirði.


Fjarskipti hf. (VOICE) hafa gert samning við Landsbankann um viðskiptavakt á
útgefnum hlutabréfum félagsins sem skráð verða í NASDAQ OMX Iceland (kauphöll).
Samningurinn gildir frá og með 18. desember 2012 eða frá fyrsta viðskiptadegi
VOICE í kauphöll verði hann síðar en 18. desember. Samningurinn tekur ekki gildi
verði félagið ekki tekið til viðskipta.

Landsbankinn mun daglega setja fram, í eigin reikning, kaup- og sölutilboð í
hlutafé Fjarskipta, að lágmarki kr. 200.000 að nafnvirði á gengi sem
Landsbankinn ákveður í hvert skipti. Tilboðin skulu endurnýjuð innan 10 mínútna
eftir að þeim er tekið að fullu. Munur á kaup- og sölutilboðum skal ekki vera
meiri en 1,5% og frávik frá síðasta viðskiptaverði ekki meira en 3%. Ef
verðbreyting á hlutabréfum Fjarskipta hf. innan dags nær 10% er Landsbankanum
heimilt að tvöfalda hámarks verðbil milli kaup- og sölutilboða tímabundið þann
daginn. Hámarksfjárhæð sem Landsbankinn er skuldbundinn til að kaupa eða selja á
hverjum degi er 50 milljónir króna að markaðsvirði.


[HUG#1661951]