2016-02-04 12:05:44 CET

2016-02-04 12:05:44 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reykjanesbær - Fyrirtækjafréttir

Reykjanesbær - Fjármál Reykjanesbæjar


Þann 9. mars 2015 birti Reykjanesbær tilkynningu þess efnis að bæjaryfirvöld
ættu í viðræðum við kröfuhafa um endurskipulagningu skuldbindinga
bæjarfélagsins. Í tilkynningunni kom fram að ef viðræðurnar skila ekki árangri
getur komið til greiðslufalls á skuldbindingum bæjarfélagsins í framtíðinni. 

Viðræður við kröfuhafa standa enn yfir. Þann 29. janúar sl. sendi Reykjanesbær
kröfuhöfum Eignarhaldsfélagsins fasteignar ehf., Glitni HoldCo f.h. Ríkissjóðs
Íslands, Landsbankanum hf. og Íslandsbanka hf. bréf. Í bréfinu var þessum
kröfuhöfum veittur frestur til föstudagsins 5. febrúar n.k. til þess að
bregðast við tillögu Reykjanesbæjar um afmörkun á skuldavanda sveitarfélagsins
og niðurfærsluþörf skulda. Í bréfinu kemur einnig fram að náist ekki samkomulag
um niðurfærsluþörf blasi við að óska eftir því við eftirlitsnefnd með málefnum
sveitarfélaga að skipuð verði fjárhaldsstjórn. 

Viðræður standa enn yfir og verður tilkynnt um niðurstöður þeirra að þeim
loknum. 

Nánari upplýsingar veitir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri.