2016-02-04 12:23:28 CET

2016-02-04 12:23:28 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Síminn hf. - Flöggun

Síminn hf. - Flöggun Arion banki


Vakin er athygli á að tilkynning er gerð vegna veltubókarviðskipta. Um er að
ræða sölu á samtals 45.130.484 hlutum. 

Þann 3. febrúar sl. seldi veltubók Arion banka samtals 45.130.484 hluti í
Símanum. Eftir viðskiptin er veltubók bankans komin undir 5% atkvæðisréttar í
Símanum. Með vísan til 89. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti, er
atkvæðisréttur á veltubók því ekki reiknaður með við mat á flöggunarskyldu, en
á veltubók eru m.a. varnir vegna framvirkra samninga við viðskiptavini. 

Sjá nánar í viðhengi.