2014-12-05 09:56:15 CET

2014-12-05 09:57:16 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Tryggingamiðstöðin hf. - Fyrirtækjafréttir

Dómur Hæstaréttar í máli Tryggingamiðstöðvarinnar hf. gegn VBS eignasafni hf. og gagnsök


Í gær, 4. desember 2014, kvað Hæstiréttur upp dóm í málinu nr. 376/2014 sem
Tryggingamiðstöðin (TM) áfrýjaði til Hæstaréttar 30. maí síðastliðinn. Samkvæmt
dóminum er TM gert að greiða VBS eignasafni 1.118.179.443 krónur ásamt vöxtum,
dráttarvöxtum og málskostnaði. TM þarf samkvæmt þessu að greiða rúmar 1.800
m.kr. til VBS eignasafns. Hæstiréttur vísaði hins vegar frá kröfu VBS
eignasafns um riftun á greiðslu skuldar við TM með veðskuldabréfi. 

Eins og áður hefur komið fram, t.d. í útgefandalýsingu og árs- og
árshlutareikningum TM, lýstu Stoðir hf. því yfir gagnvart TM þegar fjárfestar
keyptu 60% hlut í TM árið 2012 að Stoðir myndu meðal annars halda TM skaðlausu
af beinu tjóni vegna ágreiningsmála við VBS eignasafn. Þar af leiðandi mun
enginn kostnaður falla á TM vegna fyrrgreinds dóms Hæstaréttar. 




         Nánari upplýsingar veitir:
         Sigurður Viðarsson, forstjóri
         S: 515-2609
         sigurdur@tm.is