2018-03-23 16:37:11 CET

2018-03-23 16:37:11 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fjarðabyggð - Ársreikningur

Leiðrétting: Ársreikningur Fjarðabyggðar 2017 tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn - Frétt birt 2018-03-22 14:54:04


Leiðrétting:

Við útgáfu tilkynningar Fjarðabyggðar í gær 22.3. 2018 kl. 15:54:04 voru tvær villur sem rétt er að vekja athygli á.

Ársreikningur Fjarðabyggðar sem birtur var innihélt óundirritaða áritun endurskoðenda sveitarfélagsins.  Endurskoðendur munu árita ársreikninginn við síðari umræðu í bæjarstjórn sem áformuð er 5. apríl nk.  Hér er því birt ný útgáfa af ársreikningnum sem er án þessarar áritunarsíðu.  Að öðru leyti eru engar breytingar á ársreikningnum.  

Rétt er einnig að benda á að í tilkynningunni í gær voru skammtímaskuldir Fjarðabyggðar sagðar 1.538 millj. kr. og næsta árs afborganir 487 millj. kr.  Eðli máls samkvæmt eru næsta árs afborganir hluti skammtímaskulda.  Skammtímaskuldir án næsta árs afborgana eru 1.051 millj. kr. en 1.538 millj. kr. að þeim meðtöldum. 

Nánari upplýsingar veita Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri og Snorri Styrkársson fjármálastjóri í síma 470-9000.