2018-03-23 17:26:50 CET

2018-03-23 17:26:50 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - Niðurstöður hluthafafundar

Lánasjóður sveitarfélaga - niðurstaða aðalfundar


Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. var haldinn föstudaginn 23. mars 2018 kl. 15:00 á Grand Hótel Reykjavík.

Helstu niðurstöður fundarins:

1. Ársreikningur 2017 lagður fram til afgreiðslu 
Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins vegna ársins 2017.

2. Ákvörðun um greiðslu arðs
Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar um að þann 6. apríl verði hluthöfum greiddar 388 milljón króna í arð vegna ársins 2017.

3. Kosning stjórnar skv. 15 gr. samþykkta félagsins
Sjálfkjörið var í stjórn og varastjórn félagsins

Aðalmenn:

  • Magnús B. Jónsson var kjörinn formaður stjórnar
  • Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar
  • Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum
  • Helga Benediktsdóttir, deildarstjóri fjárstýringar hjá Reykjavíkurborg
  • Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ

  Varamenn:

  • Ólafur Þór Ólafsson, bæjarfulltrúi í Sandgerðisbæ
  • Kristján Þ. Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings
  • Kristín M. Birgisdóttir, bæjarfulltrúi í Grindavík
  • Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps
  • Eyrún I. Sigþórsdóttir, Kópavogi

4. Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis 
Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki skal endurskoðandi ráðinn til 5 ára í senn.  PWC var ráðið endurskoðunarfyrirtæki lánasjóðsins árið 2015 og því var ekki kosið um þennan lið fundarins.

5. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu
Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar um starfskjarastefnu.  Starfskjarastefnuna má finna á heimasíðu Lánasjóðsins.

6. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir störf þeirra 
Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar um óbreytt stjórnarlaun

7. Önnur mál
Önnur mál voru ekki borin upp og var fundi slitið kl. 16.10

Nánari upplýsingar veitir Óttar Guðjónsson í síma 515 4949 eða ottar@lanasjodur.is