2017-06-01 14:20:36 CEST

2017-06-01 14:20:36 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
REG3A fjármögnun - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

REG3A fjármögnun : Breyting á undirliggjandi veðandlagi


Í janúar 2014 gaf REG3A fjármögnun út skuldabréf, REG3A 14 1, til fjármögnunar á
lánssamningi við Reginn atvinnuhúsnæði ehf. þar sem til tryggingar eru m.a. safn
fasteigna í eigu Regins ativnnuhúsnæðis. Samkvæmt þeim lánssamningi er Reginn
atvinnuhúsnæði heimilt að gera breytingar á veðandlagi svo lengi sem önnur
sambærileg veð komi í staðinn. Slíkt þarfnast þó samþykkis REG3A fjármögnunar
sem lánveitanda. Nánari upplýsingar um fyrirkomulagið er að finna í
útgáfulýsingu skuldabréfaflokksins.

Reginn atvinnuhúsnæði hefur óskað eftir því að fá að selja Hraunbæ 102a, 110
Reykjavík, fastanr. 204-4881 og 204-4886 og í staðinn verði sett að veði reiðufé
á veðsettum reikningi. Uppreiknað virði Hraunbæ 102a til viðmiðunar í
lánssamningi er um 106 m.kr. og er það lagt að veði í staðinn.

REG3A fjármögnun hefur samþykkt ofangreinda breytingu á veðandlagi í samræmi við
skilmála lánssamnings og útgefinna skuldabréfa REG3A 14 1 og verður veði aflétt
og reiðufé greitt inn á veðsettan reikning.

Nánari upplýsingar veitir Þorkell Magnússon, forstöðumaður skuldabréfa, ALDA
sjóðir hf. í síma 510-1090.




[]