|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2025-01-22 18:20:00 CET 2025-01-22 18:20:01 CET REGULATED INFORMATION Íslandsbanki hf. - Viðskipti félags með eigin bréfÍslandsbanki hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun - lok umferðarVísað er til tilkynningar Íslandsbanka hf. sem birt var 17. desember 2024 um áframhaldandi framkvæmd endurkaupaáætlunar á eigin bréfum sem upphaflega var tilkynnt um 14. júní 2024. Það sem af er viku 4 keypti Íslandsbanki hf. (bankinn) 998.354 eigin hluti að kaupverði alls kr. 121.324.219 eins og nánar er greint í þessari tilkynningu. Það sem af er viku 4 keypti Íslandsbanki hf. (bankinn) 998.354 eigin hluti að kaupverði alls kr. 121.324.219 eins og nánar er greint frá hér á eftir:
Fyrir framangreind viðskipti í viku 4 átti bankinn 110.535.857 hluti, sem nemur 5,53% af útgefnum hlutum. Þessari umferð endurkaupa, sem tilkynnt var um í kauphöll þann 17. desember 2024, er nú lokið. Samkvæmt framangreindri tilkynningu var áætlað að kaupa allt að 10 milljón hluti sem jafngildir 0,50% af útgefnu hlutafé bankans, þó þannig að heildarfjárhæð endurkaupanna að þessu sinni verði aldrei meiri en samtals kr. 1.000.000.000. Í þessari umferð endurkaupa keypti bankinn 8.091.012 hluti, sem nemur 0,40% af útgefnum hlutum og nemur heildarkaupverð eigin hluta samtals kr. 999.999.989 í umferðinni. Framangreindu hámarki heildarfjárhæðar endurkaupa er því náð í þessari umferð. Frá upphafi endurkaupa í febrúar 2023 hefur bankinn keypt samtals 111.534.211 eigin hluti eða sem nemur 5,58 % af útgefnum hlutum í bankanum. Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við viðeigandi lög og reglur, þ.á m. lög um hlutafélög nr. 2/1995, reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014 og framselda reglugerð Framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 2016/1052, lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021 og reglugerðar nr. 320/2022 um sama efni. Samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna kaupa bankans á eigin hlutum er fyrirliggjandi. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|