2016-05-23 10:57:54 CEST

2016-05-23 10:57:54 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Lánamál ríkisins - Fyrirtækjafréttir

Endurkaup Seðlabankans á ríkisverðbréfum


Í tengslum við afgreiðslu alþingis á lögum um „meðferð krónueigna sem háðar eru
sérstökum takmörkunum, sem tóku gildi gær vill Seðlabankinn taka fram
eftirfarandi. Bankinn undirbýr nú gjaldeyrisútboð fyrir aflandskrónueigendur og
munu skilmálar útboðsins og dagsetning gerð opinber innan tíðar. Þeir
aflandskrónueigendur sem eiga ríkisverðbréf og ríkistryggð skuldabréf munu geta
afhent þau Seðlabankanum sem greiðslu fyrir gjaldeyri í útboðinu án
undangenginnar sölu bréfanna á markaði. Endurkaupverð bréfanna verður birt í
aðdraganda útboðsins og mun taka mið af markaðsverði þeirra.“