2022-06-23 15:00:00 CEST

2022-06-23 15:00:00 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reykjavíkurborg - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Rekstraruppgjör A-hluta Reykjavíkurborgar janúar til mars 2022


Fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar leggur nú fram óendurskoðað rekstraruppgjör A-hluta fyrir tímabilið janúar til mars 2022. Uppgjörið er gert í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga og reglugerð um bókhald, fjármál og ársreikninga sveitarfélaga.

Rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 4.793 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði neikvæð um 2.894 m.kr. á tímabilinu. Niðurstaðan er því 1.899 m.kr. lakari en áætlað var. Lakari rekstrarniðurstaða skýrist af aukunum launa- og rekstrarútgjöldum sem að hluta til má rekja til afleiðinga af heimsfaraldri kórónaveiru í upphafi ársins, sem krafðist meiri mönnunar og yfirvinnu í velferðarþjónustu og skólastarfi en gert var ráð fyrir, en frávik í launum vegna þessa er metið á um 317 m.kr. Þá var vetrarþjónusta 451 m.kr. yfir fjárheimildum vegna snjóþyngsla á tímabilinu. Gjöld vegna vistunar barna með alvarlegar þroska- og geðraskanir voru 326 m.kr. yfir fjárheimildum. Fjármagnsgjöld að frádregnum fjármunatekjum voru 910 m.kr. yfir fjárheimildum einkum þar sem verðbólga var töluvert hærri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.

Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var neikvæð um 2.706 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu um 1.717 m.kr. þannig að niðurstaðan var 989 m.kr. undir áætlun.

Rekstraruppgjörið var lagt fram í borgarráð í dag í samræmi við tímaáætlun um framlagningu á mánaðar- og árshlutauppgjörum ársins 2022.

Reykjavík, 23. júní 2022

Nánari upplýsingar veitir

Halldóra Káradóttir, sviðstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar

halldora.karadottir@reykjavik.is

Viðhengi