2014-08-29 13:24:22 CEST

2014-08-29 13:25:24 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Orkuveita Reykjavíkur - Ársreikningur

Rekstur Orkuveitu Reykjavíkur á „Plani“


Hagnaður Orkuveitusamstæðunnar á fyrri helmingi ársins 2014 nam 3,8 milljörðum
króna og rekstrar-hagnaður (EBIT) var 7,5 milljarðar króna. Eigið fé Orkuveitu
Reykjavíkur nemur nú 83,5 milljörðum og hefur meira en tvöfaldast frá árslokum
2009. 

Árshlutareikningur samstæðu Orkuveitu fyrir fyrstu sex mánuði ársins var
staðfestur af stjórn og forstjóra í dag. Hann er gerður í samræmi við
alþjóðlega reikningsskilastaðla, IFRS. 

Allir ársreikningar Orkuveitu Reykjavíkur frá árinu 2001 eru aðgengilegir á
gagnvirku formi á vef DataMarket. Smelltu hér. 

Planið á plani og gott betur

Planið, sem staðfest var með samningi milli Orkuveitunnar og eigenda
fyrirtækisins, var gert til tæplega sex ára og gildir út árið 2016. Markmið
þess var að skila samstæðunni liðlega 50 milljarða króna betri sjóðstöðu, fyrst
og fremst með sparnaði í rekstri, en einnig með eignasölu, láni frá eigendum og
auknum tekjum. Um mitt ár 2014, þegar tímabil Plansins var liðlega hálfnað,
áttu aðgerðirnar að hafa skilað 39,8 milljörðum króna. Niðurstaðan er hinsvegar
46,4 milljarðar sem er 17% umfram markmið. Áfram verður unnið eftir Planinu til
ársloka 2016. 

Aðhald í rekstri skilar árangri

Bætta afkomu Orkuveitunnar undanfarin ár má ekki síst rekja til þess að tekist
hefur að lækka útgjöld verulega að raungildi meðan tekjur hafa vaxið. Frá 2010
hafa tekjur á fyrri hluta árs vaxið um u.þ.b. 40%. Tveir áfangar við
Hellisheiðarvirkjun hafa verið teknir í notkun á þessu tímabili. 

Tekjur samstæðu Orkuveitunnar minnka frá fyrri hluta árs 2013 og er helsta
ástæða þess lágt álverð, sem dregur úr tekjum af raforkusölu. Álverð hefur
hækkað nokkuð frá uppgjörsdegi og því ekki útilokað að tekjur af raforkusölu
rétti úr kútnum áður en árið er úti. Verulegur árangur hefur náðst í að verja
rekstur Orkuveitunnar fyrir sveiflum í álverði, vöxtum og gengi með samningum
við erlendar fjármálastofnanir. 

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur:

Okkur hefur gengið prýðilega að ná tökum á rekstri Orkuveitunnar og nú sjáum
við árangur þess í traustari efnahag fyrirtækisins. Eiginfjárhlutfallið, sem nú
er um 30%, hefur vaxið ört eftir því sem batnandi afkoma hefur gert okkur fært
að borga niður skuldir. Þar er þó talsvert verk óunnið og við verðum að halda
vöku okkar. Tímabil Plansins er nú liðlega hálfnað og árangurinn er umfram
markmið. Starfsfólk og stjórnendur Orkuveitunnar munu hér eftir sem hingað til
leggja allt kapp á missa ekki sjónar á markmiðum Plansins um leið og áhersla er
lögð á að viðskiptavinir njóti traustrar þjónustu veitnanna. 

Yfirlit stjórnenda

Allar fjárhæðir eru í milljónum króna á verðlagi hvers árs.

Rekstur á fyrri helmingi árs     2010     2011     2012     2013     2014
-------------------------------------------------------------------------
Rekstrartekjur                 13.561   16.676   19.287   20.111   18.826
-------------------------------------------------------------------------
Rekstrarkostnaður             (6.505)  (6.164)  (6.560)  (6.679)  (6.971)
-------------------------------------------------------------------------
EBITDA                          7.056   10.512   12.727   13.432   11.855
-------------------------------------------------------------------------
Afskriftir                    (3.902)  (4.136)  (4.585)  (4.496)  (4.331)
-------------------------------------------------------------------------
Rekstrarhagnaður EBIT           3.154    6.376    8.142    8.936    7.524
-------------------------------------------------------------------------
-------------------------------------------------------------------------
Afkoma tímabilsins              5.118  (3.821)    (924)    3.736    3.831
-------------------------------------------------------------------------
-------------------------------------------------------------------------
Sjóðstreymi                                                              
-------------------------------------------------------------------------
Innleystar vaxtatekjur            100       58       40       81      359
-------------------------------------------------------------------------
Greidd vaxtagjöld             (2.032)  (2.452)  (2.805)  (2.473)  (2.560)
-------------------------------------------------------------------------
Handbært fé frá rekstri         6.868    8.928    9.988   10.059   10.953
-------------------------------------------------------------------------
Veltufé frá rekstri             6.256    8.886   10.067   11.174    9.533
-------------------------------------------------------------------------




         Nánari upplýsingar:
         Ingvar Stefánsson
         framkvæmdastjóri fjármála
         516 6000