2010-02-04 06:00:00 CET

2010-02-04 06:02:08 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Össur hf. - Ársreikningur

Össur hf. - ársuppgjör 2009


                                            Tilkynning frá Össuri hf. nr. 3/2010

                                                      Reykjavík, 4. febrúar 2010

  *

Stöðugur rekstur árið 2009


     Helstu atriði á árinu:

  * Heildarsala 331 milljón Bandaríkjadala

  * Salan var vaxandi yfir árið

  * EBITDA hlutfall 20%

  * Góður árangur í stoðtækjum

  * Önnur kynslóð af Bionics hátæknivörum kynnt

  * Sterkara dreifikerfi

  * Skráning á NASDAQ OMX í Kaupmannahöfn


     Áætlun 2010:

  * Söluvöxtur 3-4%, í staðbundinni mynt

  * EBITDA vöxtur 8-10%, í staðbundinni mynt



   Jón Sigurðsson, forstjóri:"Niðurstaða  ársins  er  góð  og  sýnir  sterka  stöðu  félagsins.  Á árinu hafa
efnahagsþrengingar  haft áhrif á viðskiptavini okkar og ákveðna markaði. Engu að
síður  sýnir Össur góðan rekstur  og arðsemi. Tímamót eru  í sölu á hátæknivörum
okkar  vegna nýrrar kynslóðar af hátæknihnénu RHEO  KNEE sem og PROPRIO FOOT sem
hefur  verið samþykktur inn í endurgreiðslukerfin í Bandaríkjunum. Á árinu 2009
höfum  við lagt mikla áherslu á að  aðlaga spelkuhluta félagsins til að fullnýta
möguleika  okkar á þeim markaði.  Við erum  vongóð um að 2010 verði spennandi ár
hjá Össuri."





Össur hf. kynnir afkomu ársins, fimmtudaginn 4. febrúar kl. 11:00 í
Kaupmannahöfn


Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður haldinn 4. febrúar í
Kaupmannahöfn. Fundurinn verður á Radisson Blu Royal Hotel, Hammerichsgade 1, og
hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma / 12:00 CET / 6:00 EST. Á fundinum munu þeir
Jón Sigurðsson, forstjóri og Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri, kynna afkomu
félagsins og svara spurningum. Fundurinn fer fram á ensku.

Sýnt verður beint frá fundinum á netinu, á slóðinniwww.ossur.com/investors<http://www.ossur.com/investors>


Einnig verður hægt að taka þátt í fundinum í síma. Símanúmer fyrir fundinn eru:

Ísland:800 9313

Evrópa:+ 44 (0) 207 509 5139

Bandaríkin: +1 718 354 1226






[HUG#1380513]