2015-10-16 13:52:34 CEST

2015-10-16 13:53:34 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Síminn hf. - Fyrirtækjafréttir

Síminn hf.: Samningur um viðskiptavakt við Landsbankann hf.


Síminn hf. hefur gert samning við Landsbankann hf. um viðskiptavakt með
hlutabréfum útgefnum af Símanum hf. sem skráð eru á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.
Tilgangur samningsins er að efla viðskipti með hlutabréf  félagsins í Nasdaq
Iceland í því skyni að seljanleiki hlutabréfa félagsins aukist, markaðsverð
skapist og verðmyndun hlutabréfanna verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti. 

Samningurinn kveður á um að Landsbankinn skuli fyrir eigin reikning leggja fram
kaup- og sölutilboð í hlutabréf Símans hf. á hverjum viðskiptadegi Nasdaq
Iceland. Fjárhæð kaup- og sölutilboða skal vera að lágmarki 5.000.000 hlutir.
Tilboð skulu endurnýjuð eins fljótt og unnt er, þó ávallt innan 10 mínútna
eftir að þeim er tekið að fullu. Hámarksmagn sem Landsbankinn er skuldbundinn
til að kaupa eða selja á hverjum degi eru 35.000.000 hlutir. Landsbankinn
tryggir að verðbil milli kaup- og sölutilboða sem sett eru fram í viðskiptavakt
nemi að hámarki 1,5% og að frávik þeirra frá síðasta viðskiptaverði sama dags
sé ekki meira en 3%. Ef verðbreyting á hlutabréfum Símans innan dags nær 10% er
Landsbankanum heimilt að tvöfalda hámarks verðbil milli kaup- og sölutilboða
tímabundið þann dag. 

Frekari upplýsingar veitir Óskar Hauksson, fjármálastjóri Símans, s. 550-6003