2015-03-26 12:54:47 CET

2015-03-26 12:55:48 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reykjavíkurborg - Fyrirtækjafréttir

Reykjavíkurborg gefur út óverðtryggðan skuldabréfaflokk


Reykjavíkurborg hefur gefið út nýjan skuldabréfaflokk með auðkennið RVKN 35 1.
Skuldabréfin eru óverðtryggð með jöfnum afborgunum til 20 ára með greiðslu
afborgana og vaxta á 6 mánaða fresti. 

Seld hafa verið skuldabréf í flokknum að fjárhæð kr. 1.700.000.000 að
nafnvirði. Skuldabréfin voru seld í lokuðu útboði á ávöxtunarkröfunni 6,83%.
Flokkurinn er opinn að stærð og fyrirhugað er að hann verði stækkaður á komandi
árum og að viðskiptavakt verði tekin upp með flokkinn. 

Með þessari skuldabréfaútgáfu hefur Reykjavíkurborg gefið út skuldabréf fyrir
samtals 2.190 milljónir króna á árinu 2015 og hefur þar með lokið við
útgáfuáætlun ársins 2015 sem hljóðaði upp á 2.190 milljónir króna. 

H.F. Verðbréf hefur umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna sem og töku þeirra
til viðskipta á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hf. 

Nánari upplýsingar gefur:
Birgir Björn Sigurjónsson
Fjármálastjóri Reykjavíkurborgar
Sími: 411-1111