2015-10-14 18:19:28 CEST

2015-10-14 18:20:23 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Eik fasteignafélag hf. - Fyrirtækjafréttir

Eik fasteignafélag hf.: Undirritun kauptilboðs á Heimshótelum ehf. (Hótel 1919)


Eik fasteignafélag hefur undirritað kauptilboð um kaup félagsins á útgefnu
hlutafé Heimshótela ehf. Heimshótel á Hótel 1919 við Pósthússtræti 2 í miðbæ
Reykjavíkur.

Fasteignir sem um ræðir og eru í eigu Heimshótela eru Pósthússtræti 2,
Tryggvagata 28 og Hafnarstræti 9-11 í Reykjavík. Fasteignirnar eru tæpar 6
þúsund fermetrar að stærð og staðsettar í hjarta Reykjavíkur.

Hótel 1919 er glæsilegt hótel með 88 herbergi, auk þess sem veitingastaður og
önnur þjónusta er rekin á jarðhæð. Leigusamningur við Hótel 1919 er til 10 ára
og er Hótel 1919 með rekstrarsamning við alþjóðlegu hótelkeðjuna SAS Hotel A/S
(dótturfélag Rezidor Hotel Group) um rekstur hótelsins undir nafni Radisson Blu.

Kaupverð í kauptilboði er trúnaðarmál og getur tekið breytingum eftir því hvert
endanlegt kaupandlag verður í kaupsamningi. Kauptilboð var undirritað með
ákveðnum fyrirvörum, meðal annars um niðurstöður áreiðanleikakönnunar. Ef af
kaupunum verður er áætlað að NOI (Net Operating Income eða Rekstrarhagnaður
fyrir matsbreytingu og afskriftir) Eikar fasteignafélags hækki um 6-7% miðað við
útgefna rekstrarspá fyrir árið 2015, auk þess sem eignasafn félagsins mun stækka
um 5-6%. Kaupin verða fjármögnuð með lántöku og handbæru fé félagsins.



Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri:"Hótel 1919 er mjög spennandi eign á frábærum stað í miðborg Reykjavíkur. Eik
fasteignafélag á fyrir flestar eignir sem liggja að Hótel 1919 og verður þessi
eign því mjög góð viðbót við núverandi eignasafn félagsins í miðborg
Reykjavíkur. Með kaupum á Hótel 1919 mun Eik eiga nánast allar fasteignir á
reitnum sem afmarkast af Hafnarstræti, Tryggvagötu og Naustinu. Miklir
möguleikar eru því til framþróunar á þeim reit fyrir félagið."



Nánari upplýsingar veitir:

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, gardar@eik.is, s. 590-2200 / 861-3027.


[HUG#1958939]