2011-12-29 19:21:13 CET

2011-12-29 19:22:14 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Ríkisútvarpið - Ársreikningur

Ársreikningur 2011


Fréttatilkynning, 2011-12-29 19:21 CET (GLOBE NEWSWIRE) -- 

Hagnaður af rekstri RÚV, rekstrarárið 1. september 2010 til 31. ágúst 2011, var
16 m.kr. en hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 553 m.kr.
Samkvæmt efnahagsreikningi félagsins nema eignir þess 5.560 m.kr., bókfært
eigið fé í lok rekstrarársins er nú 737 m.kr. og eiginfjárhlutfallið er 13,3%. 

Annað rekstrarárið í röð skilar rekstur RÚV jákvæðri niðurstöðu en þetta er
þriðja árið í röð sem hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) er
meiri en 500 m.kr. Þegar rekstrarforminu var breytt vorið 2007 lýstu
forráðamenn félagsins því markmiði að ná jafnvægi í rekstri innan tveggja ára.
Það markmið náðist og áfram er haldið á sömu braut. 

Ársreikningurinn fylgir hjálagður.