2023-09-21 18:13:59 CEST

2023-09-21 18:13:56 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Hagar hf. - Innherjaupplýsingar

Hagar hf.: Uppfærð afkomuspá fyrir rekstrarárið 2023/24


Uppgjör annars ársfjórðungs Haga hf., þ.e. tímabilið 1. júní til 31. ágúst 2023, verður birt þann 18. október nk. Samkvæmt drögum að uppgjörinu verður EBITDA afkoma félagsins umfram áætlanir en gert er ráð fyrir að EBITDA afkoma á öðrum ársfjórðungi verði á bilinu 4.400-4.500 millj. kr. Ástæðuna má einkum rekja til sterkari afkomu hjá Olís en einnig vegna aukinna umsvifa annarra rekstrareininga Haga.

Í ljósi þessa og samkvæmt endurskoðaðri áætlun stjórnenda á afkomu félagsins það sem eftir lifir rekstrarárs þá er uppfærð EBITDA afkomuspá ársins 2023/24 á bilinu 12.250-12.750 millj. kr.

Nánari upplýsingar veitir Finnur Oddsson, forstjóri Haga, fo@hagar.is