2015-10-23 16:54:23 CEST

2015-10-23 16:55:23 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Sjóvá-Almennar tryggingar hf - Fyrirtækjafréttir

Afkoma Sjóvá-Almennra trygginga hf. eftir fyrstu 9 mánuði er betri en áður kynntar horfur ársins 2015


Í upphafi árs gaf Sjóvá út að horfur ársins 2015 væru að afkoma fyrir skatt
yrði á bilinu 2.000-2.600 milljónir króna. Í frétt með 6 mánaða uppgjöri var
bent á að afkoma væri töluvert umfram væntingar en að hún myndi að verulegu
leyti ráðast af afkomu fjárfestingaeigna. Í drögum að 9 mánaða uppgjöri er
afkoma fyrstu 9 mánaða ársins tæplega 2.900 milljónir króna fyrir skatta.
Afkoma umfram væntingar ræðst sem fyrr af mun betri fjárfestingatekjum en ráð
var fyrir gert. 

Félagið minnir á að afkoma vátryggingafélaga getur sveiflast mikið á milli
ársfjórðunga, bæði fjárfestingatekjur og afkoma vátryggingarekstrar. 

Sjóvá mun birta árshlutauppgjör fyrir þriðja ársfjórðung 2015 eftir lokun
markaða föstudaginn 6. nóvember n.k. Félagið býður markaðsaðilum til
kynningarfundar kl. 16:15 þann sama dag í fundarsal félagsins í Kringlunni 5,
6. hæð. 

Nánari upplýsingar veitir Þórður Pálsson, fjárfestatengill, í síma 844-2135,
netfang: fjarfestar@sjova.is