2012-02-06 09:59:31 CET

2012-02-06 10:00:32 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Icelandair Group hf. - Fyrirtækjafréttir

Icelandair Group hf. selur dótturfélagið SmartLynx í Lettlandi


Síðan fjárhagslegri endurskipulagningu Icelandair Group hf. lauk þá hefur
staðið til að selja dótturfélag þess, SmartLynx í Lettlandi. Í lok árs 2011 var
gengið frá samningi við stjórnendur SmartLynx um kaup á öllu hlutafé félagsins.
 Í samningnum voru nokkrir fyrirvarar sem nú hafa verið uppfylltir. 

Salan er bókfærð á árinu 2011 og hefur jákvæð áhrif á afkomu Icelandair Group
að fjárhæð 1,1 milljarð króna, þar af eru tekjuskattsáhrif jákvæð um 700
milljónir króna.  Áhrif á eigið fé eru óveruleg. 

Eftir söluna er Icelandair Group enn í ábyrgð fyrir leigugreiðslum á tveimur
Airbus 320 vélum en ábyrgðin rennur út í apríl 2012.  Jafnframt er Icelandair
Group í ábyrgð vegna leigu á tveimur Boeing 767 vélum og renna þeir
leigusamningar út í lok árs 2012.  Allar þessar flugvélar eru reknar á
flugrekstrarskírteini SmartLynx. 

Frekari upplýsingar veita:

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri, sími: + 354 896-1455

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála, sími: +354 665-8801