2008-08-25 15:59:43 CEST

2008-08-25 16:00:44 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
BYR - sparisjóður - Ársreikningur

- Afkoma Byrs sparisjóðs á fyrri helmingi 2008 - Hagnaður nam 215,6 m.kr. á tímabilinu-


Helstu niðurstöður úr rekstri og efnahag:

•  Hagnaður eftir skatta nam 215,6 m.kr. samanborið við 4.342,5 m.kr. fyrstu
   sex mánuði ársins 2007.

•  Fyrir skatta var afkoman neikvæð um 3.020,1 m.kr. samanborið við 5.203,8
   m.kr. hagnað fyrir sama tímabil 2007.

•  Vaxtatekjur námu 15.628,1 m.kr. og jukust um 210,3% frá sama tímabili árið
   2007. 

•  Vaxtagjöld námu 11.199,2 m.kr og jukust um 167,6% miðað við sama tímabil
   síðasta árs. 

•  Hreinar vaxtatekjur námu 4.428,9 m.kr. samanborið við 852,5 m.kr. fyrri hluta
   árs 2007 og hafa aukist um 419,5%. 

•  Hreinar rekstrartekjur námu 924,9 m.kr. samanborið við 6.687,9 m.kr. fyrri
   hluta árs 2007 og hafa dregist saman um 86,2%. 

•  Rekstrargjöld námu 2.168,3 m.kr og jukust um 63,2% frá sama tímabili árið
   2007. Launakostnaður hækkaði um 99,4% en almennur rekstrarkostnaður hefur
   aukist um 38,1%. 

•  Virðisrýrnun útlána nam 1.776,7 m.kr. samanborið við 155,4 m.kr. fyrri hluta
   árs 2007. 

•  Afskriftarreikningur lána og krafna nam í lok júní 2008 2,4% af útlánum og
   veittum ábyrgðum en var 1,5% í árslok 2007 og 1,2% á miðju ári 2007.

•  Útlán til viðskiptavina námu 154.431,5 m.kr. og jukust um 31,8% frá árslokum
   2007. 

•  Innlán viðskiptamanna námu 93.526,5 m.kr. og jukust um 33,4% frá árslokum
   2007. 

•  Eigið fé í lok júní 2008 nam 45.303,7 m.kr.•  Eiginfjárhlutfall samkvæmt reglum um fjármálafyrirtæki var 23,5% í lok
   tímabilsins. 

•  Vaxtamunur tímabilsins var 2,9% samanborið við 1,6% fyrir sama tímabil árið
   2007 og 1,9% fyrir allt árið 2007. 

•  Heildarfjármagn í lok júní 2008 nam 226.183,7 m.kr. og hefur aukist um 22,4%
   frá áramótum.

Góð afkoma af grunnrekstri - Sterk eiginfjárstaða

Grunnrekstur Byrs gekk vel fyrstu sex mánuði ársins 2008 og hafa hreinar
vaxtatekjur aldrei verið hærri þrátt fyrir aukinn fjármögnunarkostnað. Hreinar
vaxtatekjur standa undir samanlögðum rekstrargjöldum og virðisrýrnun útlána.
Hreinar rekstrartekjur dragast verulega saman milli tímabila og má rekja helstu
ástæður þess til varúðarniðurfærslna á eignasafni sparisjóðsins vegna
óhagstæðra markaðsaðstæðna. Að stærstum hluta er um óinnleyst tap að ræða. Það
sem af er ári hefur Byr hagrættí rekstri sem mun skila sér í lægri
rekstrarkostnaði á komandi misserum. Í ljósi versnandi efnahagsaðstæðna sem
einkennst hafa af lækkunum á hlutabréfamörkuðum, gengisfalli krónunnar, háum
stýrivöxtum og óvissu um framtíðarhorfur, var tekin ákvörðun um að auka
verulega varúðarframlag íafskriftarreikning útlána. Varúðarframlagið
endurspeglar ekki endanlega töpuð útlán, heldur er um að ræða fjárhæð sem lögð
er til hliðar til að mæta hugsanlegum útlánatöpum í framtíðinni. 

Heildareignir Byrs hafa aukist um 22,4% frá áramótum og nema 226.183,7 m.kr. á
miðju ári. Aukninguna má að mestu leyti rekja til sameiningar við Sparisjóð
Norðlendinga, vaxandi verðbólgu og gengislækkunar krónunnar. Lausafjárstaða
Byrs er sterk sem kemur sér vel við núverandi aðstæður á fjármagnsmörkuðum og
aðgengi Byrs að lausafé er gott. Innlán hafa aukist um 33,4% á tímabilinu.
Eiginfjárstaða Byrs er mjög traust og er eiginfjárhlutfall 23,5% sem er langt
umfram þá 8% lágmarkskröfu sem almennt er gerð til fjármálafyrirtækja. Byr er
því ákaflega vel í stakk búinn til að takast á við óvenjulegar og krefjandi
aðstæður sem nú ríkja á mörkuðum. 


Nánari upplýsingar veita Ragnar Z. Guðjónsson og Magnús Ægir Magnússon
sparisjóðsstjórar, sími 575- 4000.