2014-08-28 14:33:36 CEST

2014-08-28 14:34:36 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Skipti hf. - Ársreikningur

Afkoma Skipta á fyrri hluta árs 2014


Tekjur voru 15,3 milljarðar króna

Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 4,0 milljörðum króna


Hagnaður eftir skatta nam 1,3 milljörðum króna



  -- Sala eykst um 2,5%, nam 15,3 milljörðum króna samanborið við 14,9 milljarða
     á sama tímabili árið áður. Tekjur af sambærilegri starfsemi vaxa um 6,3%
     þar sem tekjur af starfsemi Símans DK í Danmörku eru eingöngu í reikningum
     félagsins til 1. apríl 2014 en félagið hefur verið selt.



  -- Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 4,0
     milljörðum króna samanborið við 4,1 milljarð fyrri hluta árs 2013. EBITDA
     hlutfallið var 26,2% á tímabilinu en var 27,2% fyrri hluta 2013.



  -- Hagnaður samstæðunnar eftir skatta nam 1.337 m.kr. samanborið við 465 m.kr.
     á fyrri hluta 2013.



  -- Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 4,0 milljörðum króna á
     tímabilinu, samanborið við 3,8 milljarða árið áður. Eftir vexti og skatta
     nam handbært fé frá rekstri 3,2 milljörðum króna samanborið við 2,6
     milljarða á fyrri hluta 2013.



  -- Vaxtaberandi skuldir námu 26,1 milljarði við lok tímabils en voru 27,2
     milljarðar árið áður.



  -- Fjármagnsgjöld voru 567 milljónir króna. Vaxtagjöld voru 986 milljónir
     króna , vaxtatekjur voru 413 milljón kr. og  gengishagnaður 6 milljónir
     króna.



  -- Eiginfjárhlutfall Skipta hf. er  46,7% og eigið fé er 28,2 milljarðar
     króna.



  -- Á tímabilinu var tilkynnt um fyrirhugaða sameiningu rekstrar Símans og
     Skipta hf. Sameiningin er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.





Orri Hauksson, forstjóri:

„Fyrri hluti ársins var afar viðburðaríkur hjá félaginu og er ásættanleg afkoma
af rekstrinum. Mjög mikil samkeppni ríkir á fjarskiptamarkaðnum. Síminn og
systurfélög hans hafa lagt áherslu á vöruþróun og nýbreytni, stöðugar umbætur í
þjónustu, auk markviss sölu- og markaðsstarfs. Þannig náði Síminn viðunandi
árangri á markaði á fyrri hluta ársins. Með þeim skipulagsbreytingunum sem
gerðar voru í febrúar féll til umtalsverður kostnaður en breytingarnar munu
skila hagræðingu í rekstrinum til framtíðar. Á tímabilinu fjárfestum við fyrir
tæpa 2,2 milljarða króna sem eru mestu fjárfestingar félagsins um árabil og
aukning um 300 milljónir milli ára. Þessar fjárfestingar eru mikilvægur grunnur
að framtíðartekjumyndun samstæðunnar. Undirbúningur er hafinn að skráningu
félagsins í kauphöll og er gert ráð fyrir skráningu á fyrri hluta árs 2015.“ 



Helstu niðurstöður í rekstri á fyrri hluta ársins 2014



Reikningsskilaaðferðir

Árshlutareikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal
um árshlutareikninga, IAS 34, eins og hann hefur verið samþykktur af
Evrópusambandinu.  Stjórn og forstjóri Skipta hf. hafa staðfest
árshlutareikning samstæðu félagsins fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2014. 



Rekstur

Sala á fyrri helmingi árs 2014 nam 15.284 m.kr. samanborið við 14.911 m.kr.
árið áður, sem er 2,5% hækkun. 

Rekstrarhagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir (EBITDA) var 3.997 m.kr. miðað
við 4.052 m.kr. árið áður. Lækkun EBITDA skýrist í meginatriðum af kostnaði við
hagræðingaraðgerðir. 

EBITDA hlutfallið var 26,2% en var 27,2% á sama tímabili 2013.

Afskriftir félagsins námu 1.812  m.kr. á fyrstu 6 mánuðum ársins samanborið við
1.807 m.kr. á sama tímabili árið áður. 

Hagnaður samstæðunnar eftir skatta nam 1.337 m.kr. samanborið við 465 m.kr. á
fyrri hluta 2013. 



Sjóðstreymi

Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta var 4.008 m.kr. á fyrri helmingi árs
en var 3.784 m.kr. á fyrri hluta árið áður. 

Fjárfestingar samstæðunnar í rekstrarfjármunum (CAPEX) námu 2.167 m.kr. á
tímabilinu en voru 1.869 m.kr. á sama tíma árið áður 



Efnahagur

Heildareignir samstæðunnar námu 60.315 m.kr. 30. júní 2014. Vaxtaberandi
skuldir voru  26.116 m.kr. við lok tímabils en voru 27.225 m.kr  á sama tíma
árið áður. 

Eigið fé félagsins nam 28.184 m.kr. í lok tímabils og eiginfjárhlutfall var
46,7%. 




Nánari upplýsingar um uppgjörið veitir:

Orri Hauksson, forstjóri, s. 550-6003.

Pétur Þ. Óskarsson, yfirmaður samskipta Símans s. 863-6075.