2009-06-30 17:51:48 CEST

2009-06-30 17:52:48 CEST


REGULATED INFORMATION

This message has been corrected. Click here to view the corrected message

Islandic
Landsvirkjun - Fyrirtækjafréttir

- Standard & Poor's lækkar lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar


Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur breytt aðferðafræði varðandi mat á
lánshæfi fyrirtækja í eigu opinberra aðila (“Government Related Corporates”). 
Afleiðingin er sú að lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar vegna erlendra
skuldbindinga lækkar úr BBB- (athugunarlisti) í BB (stöðugar horfur).  Lánshæfi
á innlendum skuldbindingum lækkar úr BBB+ (neikvæðar horfur) í BBB- (neikvæðar
horfur). 

Hin breytta aðferðafræði hefur í för með sér alþjóðlega að Standard & Poor's
lækkaði í dag lánshæfi á tveimur fyrirtækjum í opinberri eigu, hækkaði lánshæfi
á fimm og setti tíu fyrirtæki á athugunarlista. 

Landsvirkjun fékk fyrst lánshæfiseinkunn árið 1998 og er þetta í fyrsta sinn
sem fyrirtækið fær einkunn sem er lægri en sambærileg einkunn ríkissjóðs.  Í
lánssamningum Landsvirkjunar eru engin ákvæði sem kalla á uppsögn eða
breytingar þó að lánshæfi lækki.  Breytingin nú hefur því engin áhrif á
vaxtakjör á eldri lánum fyrirtækisins.  Breytingin hefur hins vegar, að öllu
öðru óbreyttu, neikvæð áhrif á aðgengi Landsvirkjunar að nýju lánsfjármagni á
ásættanlegum kjörum. 

Nánari upplýsingar gefur Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, í
síma 515-9000 og 892-7912