2010-11-30 14:58:47 CET

2010-11-30 14:59:47 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reykjavíkurborg - Fyrirtækjafréttir

Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2011 er til fyrri umræðu í borgarstjórn í dag, þriðjudaginn 30. nóvember.


Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2011 er til fyrri
umræðu í borgarstjórn í dag, þriðjudaginn 30. nóvember. Síðari umræða um
frumvarpið verður 14. desember nk. 

Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A hluta og B hluta. Til A hluta telst
starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að
ræða Aðalsjóð, þ.e. rekstur fagsviða, og Eignasjóð. Til B hluta teljast
fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu
borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með
þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Bílastæðasjóður Reykjavíkur, Faxaflóahafnir,
Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf.,
Orkuveita Reykjavíkur, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó
bs, auk Aflvaka hf og Jörundar ehf. 

Sjá viðhengi.