2011-08-11 11:40:46 CEST

2011-08-11 11:41:48 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Icelandair Group hf. - Ársreikningur

CORRECTION: Sterkur innri vöxtur - 27% aukning farþega í millilandaflugi


Leiðrétting: Ný fréttatilkynning hefur verið viðhengd.

Afkoma á öðrum ársfjórðungi 2011

  -- Heildarvelta var 25,0 milljarðar króna og jókst um 14% frá sama tíma í
     fyrra.
  -- Þegar tekið er tillit til félaga sem fóru út úr samstæðunni um síðustu
     áramót er veltuaukningin 21%.
  -- EBITDA var 2,1 milljarður króna og stóð í stað á milli ára. EBITDA af
     sambærilegum rekstri 2010 nam 1,9 milljarði króna.
  -- EBITDA-hlutfall var 8,3% en var 9,8% á sama tímabili í fyrra.
  -- Olíuverð var að meðaltali 47% hærra en á síðasta ári og kostnaðarhækkun
     vegna þessa metin á 1,7 milljarða króna.
  -- Afskriftir voru 1,5 milljarðar króna. 
  -- EBITDAR-hlutfall var 15,5% en var 20,3% á sama tímabili í fyrra.
  -- Fjármagnskostnaður var 0,1 milljarður króna samanborið við 1,1 milljarð
     króna árið áður.
  -- Hagnaður eftir skatta var 0,4 milljarðar króna en tapið var 0,2 milljarðar
     króna á sama tíma í fyrra.



Afkoma á fyrstu 6 mánuðum 2011

  -- Heildarvelta var 41,5 milljarðar króna og jókst um 8% á milli ára.
  -- Þegar tekið er tillit til félaga sem fóru út úr samstæðunni um áramót er
     veltuaukningin 15%.
  -- EBITDA var 1,9 milljarðar króna og EBITDA hlutfallið 4,6% en var 2,3
     milljarðar króna og 6,1% árið á undan. EBITDA af sambærilegum rekstri 2010
     nam 1,8 milljarði króna.
  -- EBITDAR-hlutfall var 13,3% en var 17,4% á sama tímabili í fyrra.
  -- Fjármagnskostnaður var 0,6 milljarðar króna samanborið við 1,8 milljarða
     króna á sama tímabili í fyrra.
  -- Handbært fé frá rekstri nam 13,8 milljörðum króna samanborið við 9,4
     milljarða á fyrstu sex mánuðum árið áður.
  -- Handbært fé og markaðsverðbréf 30. júní námu 18,4 milljörðum króna, en 7,5
     milljörðum á sama tíma í fyrra.
  -- Heildareignir námu 94,6 milljörðum í lok tímabilsins og eiginfjárhlutfall
     var 29,1% í lok tímabilsins, en var 13,4% á sama tíma í fyrra.



Björgólfur Jóhannsson, forstjóri:

„Sterkur innri vöxtur einkenndi annan ársfjórðung, en framboðsaukning í
millilandaflugi félagsins nam 25% á milli ára. Farþegaaukning á sama tíma var
27%. Velta Loftleiða jókst um 28% og Flugfélag Íslands jók framboð sitt til
Grænlands og nam farþegaaukningin á tímabilinu 14%. Þá opnaði samstæðan nýtt
hótel á Akureyri. 

Hátt olíuverð, eldgos og aðgerðir vegna kjaradeilna voru áskoranir sem við
þurftum að takast á við. Kostnaður og tekjutap vegna eldgossins er talið nema
um 300 milljónum króna í fjórðungnum og yfirvinnubann flugmanna kostaði félagið
sambærilega fjárhæð. Aðgerðir þeirra komu á versta tíma þar sem þjálfun nýrra
flugmanna hafði seinkað vegna eldgossins. Olíuverð var að meðaltali 47% hærra
en á sama tíma í fyrra og kostnaðarhækkun vegna þess er um 1,7 milljarðar
króna. Í ljósi þessa erum við mjög sátt við afkomu félagsins og ljóst að
undirliggjandi rekstur er traustur. 

Fjárhagsleg staða félagsins er sterk. Eiginfjárhlutfall er 29% og handbært fé
og markaðsverðbréf í lok júní námu um 18,4 milljörðum króna. Bókunar- og
verkefnastaða fyrir komandi mánuði er góð og er EBITDA spá fyrir árið í heild
óbreytt eða 9,5 milljarðar króna.“ 



Frekari upplýsingar veita:

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sími: 896-1455
Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group, sími: 665-8801