2011-04-15 12:39:40 CEST

2011-04-15 12:40:40 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Garðabær - Ársreikningur

Rekstrarafgangur upp á 611 milljónir á árinu 2010


Niðurstaða ársreiknings Garðabæjar fyrir árið 2010 ber vott um sterka
fjárhagsstöðu bæjarins ásamt aga og festu í fjármálastjórn í erfiðu árferði.
Rekstarafgangur ársins er 611 millj. kr. Ársreikningurinn var lagður fram til
fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 7. apríl. 

Fjölgun íbúa skilar tekjum

Rekstrartekjur Garðabæjar nema samtals 5.770 millj. kr. og voru 282 millj. kr.
hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Munar þar mest um hækkun vegna útsvars sem
rekja má m.a. til fjölgunar íbúa í bænum á undanförnum árum. Rekstrargjöld voru
5.081 millj. en áætlun gerði ráð fyrir 5.085 millj. og er því frávikið jákvætt
sem nemur 3,8 millj eða 0,08%. 

Stærsti einstaki útgjaldaliðurinn eru laun‐ og launatengd gjöld og námu þau
2.434 millj., en áætlun gerði ráð fyrir 2.447 millj.. Annar rekstrarkostnaður
er 2.274 millj. en áætlun gerði ráð fyrir 2.270 millj. Fjármagnsgjöld námu 77
millj. eða 250 millj. lægri upphæð en áætlun gerði ráð fyrir sem skýrist af
lægri verðbólgu á árinu en forsendur áætlunar gerður ráð fyrir. 

Mestu varið til fræðslumála

Fræðslumál eru lang stærsti málaflokkurinn og til hans er varið um 56% af
skatttekjum. Útgjöld fræðslumála námu 2.765 millj. eða 17 millj. meira en
áætlað var. Almennt eru útgjöld einstakra málaflokka í mjög góðu samræmi við
fjárhagsáætlun. 

Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum voru 483 millj. en áætlun gerði
ráð fyrir 495 millj. Stærstu fjárfestingarverkefni ársins voru lokafrágangur
fimleikahúss, búnaðarkaup í annan áfanga Sjálandssskóla og frágangur lóðar við
Ásgarð - Stjörnutorg. 

Kennitölur sýna traustan rekstur

Helsta niðurstaða efnahagsreiknings er að að fastafjámunir nema 12.824 millj.
og eignir samtals 15.034 millj. eða 920 millj. hærri upphæð en árið áður.
Skuldir og skuldbindingar eru samtals 6.526 millj. að meðtöldum leiguskuldum
skv. nýjum reikningsskilaaðferðum sem nema 1.590 millj. og
lífeyrisskuldbindingu sem er 1.218 millj. Skuldir við lánastofnanir nema 2.625
millj. en á árinu var tekið nýtt lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 400
millj. vegna kaupa á I. áfanga Sjálandsskóla sem voru gerð á árinu 2011.
Handbært fé var í árslok 1.256 millj. og velufé frá rekstri nam 1.008 millj.
Allar kennitölur bera vott um afar traustan rekstur og er veltufé frá rekstri
17,5%, veltifjárhlutfall 2,02 og eiginfjárhlutfall 0,57. 

Íbúar í Garðabæ voru 10.895 árið 2010 samanborið við 10.587 í árslok 2009 sem
er fjölgun um 2,9% á árinu eða 308 íbúar. 

Síðari umræða um ársreikning Garðabæjar fyrir árið 2010 er fyrirhuguð á næsta
reglulega fundatíma bæjarstjórnar þann 5. maí nk. 

Sjá ársreikning 2010:

https://newsclient.omxgroup.com/cdsPublic/viewDisclosure.action?disclosureId=447
203&lang=is