2010-05-05 16:18:04 CEST

2010-05-05 16:19:04 CEST


BIRTINGARSKYLDAR UPPLÝSNINGAR

Íslenska
Sandgerðisbær - Ársreikningur

Ársreikningur 2009


Á 292. fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar þann 5. maí 2010 fer fram fyrri
umræða um ársreikning Sandgerðisbæjar fyrir árið 2009.  Þann 12. maí 2010 fer
seinni umræðan fram. 

Ársreikningur Sandgerðisbæjar er gerður í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög
um ársreikninga, reglugerð um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga og
auglýsingar félagsmálaráðuneytisins um reikningsskil sveitarfélaga. 

Starfsemi Sandgerðisbæjar er skipt í tvo hluta.  Annars vegar A hluta sem er
starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum og hins
vegar B hluta sem eru fyrirtæki að hálfu eða meirihluta í eigu sveitarfélagsins
og eru rekin sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar. 

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2009 námu 1.165,0 millj. kr. en á árinu
2008 urðu þær 1.106,1 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta. 
Fyrir A hluta námu rekstrartekjur árið 2009 1.045,0 millj. kr. en 992,3 millj.
kr. fyrir árið 2008.  Álagningarhlutfall útsvars var 12,7% en lögbundið hámark
þess er 13,03%. 
Sveitarfélagið innleiddi á árinu álit Reikningsskila-og upplýsinganefndar
sveitarfélaga 1/2010 Færsla leigusamninga fasteigna og annarra mannvirkja í
bókhaldi og reikningsskilum sveitarfélaga. Innleiðing álitsins fól í sér
breytingu á reikningsskilaaðferðum sveitarfélagsins þar sem sveitarfélagið
færir nú til eignar meðal varanlegra rekstrarfjármuna fasteignir og önnur
mannvirki sem það hefur leigt til sín samkvæmt leigusamningum ti llengri tíma
en þriggja ára og skuldbindingu vegna leigusamninga meðal langtímaskulda.
Innleiðing þessara reglna hefur ekki áhrif á rekstrarreikning 2009 en leiðir
til lækkunar á bókfærðu eigin fé A hluta um 674,7 millj. kr. og sömu áhrif eru
á eigið fé A og B hluta. 

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins, samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B
hluta, var neikvæð um 239,4 millj. kr., en í A hluta neikvæð um 103,2 millj.
kr.  Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2009 nam 1.224,0 millj. kr. samkvæmt
efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta 1.947,3 millj. kr. 

Laun og launatengd gjöld hjá samstæðunni voru 696,8 millj. kr.  Fjöldi
starfsmanna var 158 á árinu í 132 stöðugilum.  Skatttekjur sveitafélagsins voru
542 þús. kr. á hvern íbúa. 

Á árinu 2009 voru helstu framkvæmdir þær að lokið var við byggingu grunnskólans
og íþróttamiðstöðvar.  Lagningu Byggðavegar lauk og gengið var frá opnum svæðum
og mönum kringum Byggðaveginn.  Einnig var byggt tjaldsvæðishús og tjalssvæði
bæjarins tekið í gegn.  Stúkubygging var reist við knattspyrnuvöll bæjarins en
hún er einnig útveggur á fjölnotahúsi sem fyrirhugað er að byggja síðar meir. 

Til stendur að Eignarhaldsfélagið Fasteign kaupi nýbyggingu grunnskólans á
árinu 2010 og mun þá eiga allar byggingar grunnskólans.