2011-02-21 17:24:53 CET

2011-02-21 17:25:55 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reykjavíkurborg - Fyrirtækjafréttir

Útboð RVK 09 1



Reykjavíkurborg hefur ákveðið að efna til útboðs þann 23. febrúar 2011 til
stækkunar á skuldabréfaflokki með auðkennið RVK 09 1. 

Reykjavíkurborg stefnir að því að taka tilboðum að fjárhæð 500 milljónir króna
að nafnvirði. Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að hækka og lækka
útboðsfjárhæð útboðsins, taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum.
Samþykkt tilboð munu að hámarki nema 1.000 milljónir króna að nafnvirði. 
Reykjavíkurborg mun hafna öllum tilboðum á hærri ávöxtunarkröfu en 3,75%. 

Útboðið verður með „hollensku“ fyrirkomulagi þar sem allir tilboðsgjafar fá sömu
ávöxtunarkröfu og hæst er tekið.

Reykjavíkurborg stækkaði RVK 09 1 um 4.130 mkr. að nafnvirði á árinu 2010 og er
heildarstærð flokksins fyrir þetta útboð alls 9.330 mkr.

Umsjón með sölu skuldabréfanna hefur MP banki.

Óskað er eftir tilboðum í samræmi við útboðsskilmála í fylgiskjali:




         Nánari upplýsingar gefur:
         Birgir Björn Sigurjónsson
         Fjármálastjóri Reykjavíkurborgar
         Sími: 693-9321