2015-08-27 17:04:21 CEST

2015-08-27 17:05:22 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Skipti hf. - Ársreikningur

Afkoma Símans hf. á fyrri hluta árs 2015



-   Tekjur voru 14,6 milljarðar króna

-   Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 4,0 milljörðum króna

-   Hagnaður eftir skatta nam 1,3 milljörðum króna



  -- Sala dróst saman um 4,4%, nam 14,6 milljörðum króna samanborið við 15,3
     milljarða á sama tímabili í fyrra. Þar munar mest um tekjur Símans í
     Danmörku sem voru að hluta inni í tölum fyrra árs en fyrirtækið var selt í
     fyrra.
  -- Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam rétt rúmum
     4,0 milljörðum króna. Hann nam rétt tæpum 4,0 milljörðum árið 2014. EBITDA
     hlutfallið hækkaði í 27,5%. Það var 26,2% á fyrri hluta 2014.
  -- Hagnaður samstæðu eftir skatta nam 1,3 milljörðum króna sem er sami
     hagnaður og  á sama tímabili í fyrra.
  -- Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 4,1 milljörðum króna á
     tímabilinu, samanborið við 4,0 milljarða á fyrstu 6 mánuðum fyrra árs.
     Eftir vexti og skatta nam handbært fé frá rekstri 3,3 milljörðum króna
     samanborið við 3,2 milljarða á fyrstu 6 mánuðum 2014.
  -- Vaxtaberandi skuldir námu 24,8 milljörðum við lok tímabils en voru 26,1
     milljarður 30. júní 2014. Hreinar vaxtaberandi skuldir voru 20,8 milljarðar
     króna og lækkuðu um tæpar 600 milljónir króna á tímabilinu.
  -- Fjármagnsgjöld voru 597 milljónir króna. Vaxtagjöld voru 788 milljónir
     króna, fjármunatekjur voru 205 milljónir kr. og  gengishagnaður 110
     milljónir króna.
  -- Eiginfjárhlutfall Símans hf. er 50,7% og eigið fé er 31,2 milljarðar króna.



Orri Hauksson, forstjóri:

„Við erum sátt við afkomuna á fyrri hluta ársins. Kostnaðurinn lækkar milli ára
en tekjurnar dragast lítillega saman.  Það er mikil samkeppni á
fjarskiptamarkaðnum og viðskiptavinir fylgjast vel með þeim nýjungum sem í boði
eru. Síminn hefur á undanförnum misserum verið í fararbroddi í því að bjóða
nýjar og breyttar þjónustuleiðir og þróa vöruframboðið í takt við þarfir
viðskiptavina. Þetta hefur skilað sér í því að viðskiptavinum Símans í farsíma
og sjónvarpi hefur fjölgað talsvert það sem af er ári. Sameining Símans og
Skjásins gefur okkur góð tækifæri til að halda áfram að bjóða neytendum
framúrskarandi þjónustu á samkeppnishæfu verði. 

Vinna við skráningu félagsins í kauphöll gengur vel og við gerum ráð fyrir því
að Síminn verði skráður á fjórða ársfjórðungi. Það eru því viðburðaríkir tímar
framundan.“ 



Helstu niðurstöður í rekstri á fyrri hluta ársins 2015

Reikningsskilaaðferðir

Árshlutareikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal
um árshlutareikninga, IAS 34, eins og hann hefur verið staðfestur af
Evrópusambandinu. 

Stjórn og forstjóri Símans hf. hafa staðfest árshlutareikning samstæðu
félagsins fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2015. 

Rekstur

Sala á fyrri helmingi árs 2015 nam 14.615 m.kr. samanborið við 15.284 m.kr.
árið áður, sem er 4,4% lækkun. Sé tekið tillit til lækkunar tekna vegna þess að
Síminn í Danmörku er ekki lengur hluti af samstæðu, er lækkunin 1,5%. 

Rekstrarhagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir (EBITDA) var 4.023 m.kr. miðað
við 3.997 m.kr. árið áður. EBITDA hlutfallið er 27,5% en var 26,2% á fyrri
hluta ársins 2014. 

Afskriftir félagsins námu 1.718  m.kr. á á tímabilinu samanborið við 1.812
m.kr. á sama tímabili árið áður. 

Heildarhagnaður samstæðunnar eftir skatta nam 1.324 m.kr. samanborið við1.337
m.kr. á fyrstu 6 mánuðum 2014. 

Sjóðstreymi

Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta var 3.273 m.kr. á fyrri hluta 2015
en var 3.237 m.kr. á sama tímabili 2014. 

Fjárfestingar samstæðunnar í rekstrarfjármunum (CAPEX) námu 2.384 m.kr. en voru
2.167 m.kr. árið áður 

Efnahagur

Heildareignir samstæðunnar námu 61.548 m.kr. 30. júní 2015. Vaxtaberandi
skuldir voru  24.818 m.kr. við lok tímabils en voru 26.116 m.kr  á sama tíma
árið áður. Hreinar vaxtaberandi skuldir voru 20.832 milljónir króna og lækkuðu
um 590 milljónir frá áramótum. 

Eigið fé félagsins nam 31.220 m.kr. í lok tímabils og eiginfjárhlutfall var
50,7%. 



Nánari upplýsingar um uppgjörið veita:

Orri Hauksson, forstjóri Símans, s. 550-6003. (orri@siminn.is)

Óskar Hauksson, fjármálastjóri Símans s. 550-6003. (oskar@siminn.is)



Síminn hf.

Síminn á og rekur fyrirtæki sem starfa einkum á sviði fjarskipta og
upplýsingatækni. Innan samstæðunnar eru eftirtalin fyrirtæki: Síminn, Míla,
Sensa, Staki, On-Waves  Radiomiðun, Talenta og Sensa DK í Danmörku.