2013-03-27 15:35:56 CET

2013-03-27 15:36:23 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fjarskipti hf. - Fyrirtækjafréttir

Samningur um stafræna dreifingu Vodafone fyrir Ríkisútvarpið undirritaður


Vodafone mun annast stafræna sjónvarpsdreifingu fyrir Ríkisútvarpið næstu 15
árin samkvæmt samningi sem undirritaður var í dag. Tekjur Vodafone vegna
þjónustunnar verða um 4 milljarðar króna á tímabilinu og áhrifin á rekstur
Vodafone verða jákvæð. Ætluð áhrif til hækkunar á EBITDA á ársgrundvelli nema um
3 - 5%. Þá má ætla að fjárfestingar Vodafone á árunum 2013 og 2014 verði umfram
áður uppgefin viðmið vegna samningsins og verði á bilinu 10 - 13% af tekjum.
Gert er ráð fyrir jákvæðum áhrifum á afkomu félagsins.

Samkvæmt samningnum tekur Vodafone yfir rekstur allra núverandi dreifikerfa
Ríkisútvarpsins, bæði fyrir sjónvarp og útvarp.  Rekstur á FM- og
langbylgjusendingum Ríkisútvarpsins verður viðvarandi á samningstímanum, en gert
er ráð fyrir að rekstur á hliðrænu sjónvarpsdreifikerfi Ríkisútvarpsins leggist
af í árslok 2014. Fyrir þann tíma mun Vodafone tryggja að stafrænar útsendingar
á tveimur háskerpurásum fyrir Ríkisútvarpið standi 99,8% heimila til boða.


Samningaviðræður vegna nýs sæstrengs Emerald Networks
Þann 18. febrúar sl. tilkynntu Fjarskipti hf. að til stæði að semja við Emerald
Networks um afnot af nýjum sæstreng sem ráðgert er að leggja milli Bandaríkjanna
og Evrópu með tengingu við Ísland. Boðaðar voru ítarlegri upplýsingar við
undirritun formlegs samnings. Þar sem afgreiðsla málsins hefur tafist vilja
Fjarskipti hf. að greina frá helstu efnisatriðum tilboðs sem liggur til
grundvallar samningaviðræðunum og báðir aðilar hafa samþykkt.

Samkvæmt tilboðinu fengi Vodafone aðgang að sæstrengnum strax við gangsetningu.
Fyrir myndi Vodafone greiða árlegt gjald fyrir notkun, auk upphafsfjárfestingar
sem yrði eignfærð og afskrifuð í reikningshaldi Vodafone yfir samningstímann.
Verði af lagningunni mun draga verulega úr þörf Vodafone á kaupum á sambærilegri
þjónustu af öðrum. Horfur eru á að framkvæmdin muni lækka kostnað Vodafone vegna
gagnaflutninga til og frá landinu umtalsvert eftir árið 2015. Heildaráhrif á
rekstrarafkomu eru óviss en allar líkur eru á að þau verði jákvæð.

Stefnt er að því að taka sæstrenginn í notkun síðla árs 2014, en með honum yrði
rofin einokun í gagnaflutningum til og frá Íslandi.

[HUG#1688657]