2016-04-05 18:51:25 CEST

2016-04-05 18:51:25 CEST


REGLAMENTUOJAMA INFORMACIJA

Islandų
HB Grandi hf. - Hluthafafundir

Framhaldsaðalfundur HB Granda hf. þann 28. apríl 2016


Framhaldsaðalfundur HB Granda hf. verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl 2016 í
matsal félagsins að Norðurgarði 1, 101 Reykjavík og hefst hann klukkan 17:00.
Fundurinn fer fram á íslensku. 

Dagskrá

  1. Kjör stjórnar skv. 5. gr. samþykkta félagsins.

​Atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað frá kl. 16:30 á fundardegi.

Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn, geta:

a) veitt öðrum skriflegt umboð

b) greitt atkvæði skriflega

Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn þessara kosta er bent á að
kynna sér á heimasíðu félagsins hvernig þeir skuli bera sig að.  Þar er að
finna leiðbeiningar um skráningu og form skjala og hvernig þeim skuli skilað
til félagsins. 

Aðrar upplýsingar

Hluthöfum er bent á að skv. 63. gr. hlutafélagalaga skal tilkynna skriflega,
minnst fimm dögum fyrir hluthafafund, um framboð til stjórnar. Framboðum skal
skila á skrifstofu HB Granda hf, Norðurgarði 1 eða á netfangið
adalfundur2016@hbgrandi.is. Tilkynnt verður um framkomin framboð tveimur dögum
fyrir fundinn. 

Frekari upplýsingar um fundinn og skjöl sem honum tengjast, eru hluthöfum
tiltæk á heimasíðu félagsins og á skrifstofu þess á venjulegum skrifstofutíma. 

Um frekari upplýsingar vísast til fundarboðs aðalfundarins sem er að finna á
vefsíðu félagsins, www.hbgrandi.is. 



Stjórn HB Granda hf.