2024-06-28 15:52:00 CEST

2024-06-28 15:52:00 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Lánamál ríkisins - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Ríkisreikningur fyrir 2023 birtur um miðjan júlí


Ríkisreikningur fyrir árið 2023 verður birtur um miðjan júlí. Undanfarin ár hefur verið  unnið að innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla fyrir ríkissjóð og á þessu ári lýkur stórum áfanga með innleiðingu IPSAS staðalinn í ríkisreikning. Vegna þessarar vinnu hefur orðið töf á birtingu reikningsins, sem í ár nemur um tveimur vikum. Ekki er gert ráð fyrir öðru en að birting ríkisreiknings verði framvegis innan ramma laga um opinber fjármál, sem kveða á um að ríkisreikningur skuli birtur innan sex mánaða frá árslokum.