2010-02-12 09:27:36 CET

2010-02-12 09:28:41 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
RARIK ohf. - Ársreikningur

Ársreikningur 2009


Fréttatilkynning til Kauphallar Íslands

Ársreikningur  RARIK  fyrir árið 2009

ÁRSREIKNINGUR RARIK OHF FYRIR ÁRIÐ 2009 HEFUR VERIÐ SAMÞYKKTUR AF  STJÓRN.

Rekstrarhagnaður af starfsemi RARIK fyrir fjármagnsliði (EBIT) á árinu 2009 var
1.731 milljónir króna sem er betri árangur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þær
aðgerðir sem ráðist var í fólust m.a. í samningum við starfsmenn um lækkun
launa og styttingu vinnutíma, en einnig í niðurskurði á aðkeyptri þjónustu og
almennum niðurskurði í rekstri. Rekstarafkoman var mun betri en 2008 sem rekja
má til framangreindra aðgerða í rekstri, hækkunar á gjaldskrá og einnig til
hagkvæmrar eigin raforkuframleiðslu. Niðurstaða rekstrarreiknings er þrátt
fyrir þetta í járnum að teknu tilliti til fjármagnsliða. 

Rekstrartekjur hækkuðu um rúm 11% frá árinu 2008 en rekstrargjöld hækkuðu um
tæp 1,8%. Að undanskildum orkukaupum, orkuflutningi og afskriftum lækkuðu
almenn rekstrargjöld um tæp 9% 

Fjármagnsgjöld á árinu 2009 voru 1.804 milljónir króna sem má að stórum hluta
rekja til áframhaldandi veikingar krónunnar og hárra vaxta á innlendum lánum. Í
áætlunum ársins var gert ráð fyrir styrkingu krónunnar sem ekki gekk eftir. 

Áhrif Landsnets, sem er hlutdeildarfélag RARIK, á afkomu ársins voru jákvæð um
331 milljón króna. 

Samkvæmt rekstrarreikningi var hagnaður á árinu 697 milljónir króna en
rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var 2.843
milljónir króna eða 32,7% af veltu tíma-bilsins og hefur EBITDA félagsins
hækkað um rúm 50% frá árinu 2008. Handbært fé frá rekstri var 1.847 milljónir
króna. 

Ákveðið var á árinu 2009 að nýta heimildir reikningsskilastaðla til þess að
endurmeta rekstrarfjármuni í raforkuframleiðslu hjá dótturfélaginu Orkusölunni.
Samkvæmt efnahags-reikningi voru heildareignir RARIK í árslok 35.663 milljónir
króna, heildarskuldir námu 19.682 milljónum króna, eigið fé var 15.982
milljónir króna og eiginfjárhlutfall því 44,8%. 

Ársreikningur RARIK ohf. er gerður samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. 
Horfur 
Horfur í rekstri RARIK á árinu 2010 eru traustar, en afkoman á næstu tímabilum
ræðst hins vegar að verulegu leyti af gengi krónunnar, verðlagsþróun og
almennri þróun efnahagsmála. Gengi krónunnar hefur lítið styrkst það sem af er
ári og er ekki gert ráð fyrir styrkingu í áætlunum ársins, en vextir erlendra
lána hafa verið hagstæðir undanfarin misseri og má gera ráð fyrir að það
haldist út árið. 

Gert er ráð fyrir samdrætti í fjárfestingum í dreifikerfum, en svipaðri
orkusölu og árið áður, að undanskildri aukningu vegna dreifingar og sölu
raforku á Húsavík, en rafdreifikerfið á Húsavík var keypt á síðasta ári og
yfirtekið um áramót. Áframhaldandi ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að
draga úr rekstrarkostnaði og gjaldskrár verið hækkaðar. Með þessum aðgerðum er
reiknað með jákvæðri afkomu á árinu 2010. 
Vegna afkomu ársins 2008 náðist ekki að uppfylla skilmála í erlendum
lánasamningum. Með afkomu ársins 2009 eru allir skilmálar lánasamninga
uppfylltir og náðst hefur samkomulag við erlenda lánardrottna um óbreytt
lánskjör og að tímabundin hækkun álags verði felld niður. 

Sjá helstu lykiltölur í viðhengi

Ársreikningur RARIK 2009 var samþykktur á fundi stjórnar þann 11. febrúar 2010
og heimilaði stjórn birtingu hans fyrir opnun Kauphallar þann 12. febrúar 2010. 

Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK í síma 5