2015-04-30 14:20:12 CEST

2015-04-30 14:21:12 CEST


BIRTINGARSKYLDAR UPPLÝSNINGAR

Íslenska
Íslandsbanki hf. - Fyrirtækjafréttir

Islandsbanki hf.: fær lánshæfismat frá Fitch; BBB-/F3 með stöðugum horfum


Lánshæfismat Íslandsbanka endurspeglar sterka stöðu á innlendum markaði og góða
eiginfjárstöðu bankans. Þetta kemur fram í lánshæfismati fyrir Íslandsbanka sem
Fitch birti í dag.

Fitch gefur Íslandsbanka lánshæfismatseinkunnina BBB-/F3 með stöðugum horfum sem
er góð niðurstaða þegar horft til þess að Íslandsbanki er fyrstur banka á
Íslandi frá árinu 2008 til að komast í fjárfestingarflokk.

Í lánshæfismati Fitch kemur fram að endurskipulagning stórs hluta lánasafnsins
frá árinu 2008 er lokið og að bankinn hafi verið varfærinn í mati á greiðslugetu
viðskiptavina niðurfærðra lána.

Að áliti Fitch er hætta á umtalsverðu gjaldeyrisútflæði við afléttingu
gjaldeyrishafta og það valdi óvissu fyrir allt fjármálakerfið en Fitch telur
Íslandsbanka vel í stakk búinn til að stýra gjaldeyrisjöfnuði sínum.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

Við erum mjög stolt af því að Íslandsbanki, fyrstur banka á Íslandi frá árinu
2008, sé nú kominn í Fjárfestingarflokk. Þetta mun auka aðgengi okkar að
fjármögnun bæði hér á landi en ekki síst erlendis. Þessi breyting felur í sér að
mun fleiri fjárfestar geta nú keypt skuldabréf bankans sem getur svo haft áhrif
á bæði eftirspurn og verðlagningu bréfanna. Með betri kjörum erlendis getur
bankinn stutt enn betur við  viðskiptavini okkar sem þarfnast erlendrar
fjármögnunar.  Þetta er uppskera mikillar og góðrar vinnu starfsfólks bankans
sem hefur miðað að því að byggja upp framúrskarandi fyrirtæki sem eftir er
tekið.

Nánari upplýsingar veita:

Fjárfestatengill - Guðbjörg Birna Björnsdóttir, ir@islandsbanki.is og í síma
440 4752.
Upplýsingafulltrúi - Guðný Helga Herbertsdóttir, pr@islandsbanki.is og í síma
440 3678.








[HUG#1917451]