2024-04-11 19:38:15 CEST

2024-04-11 19:38:15 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Sýn hf. - Niðurstöður hluthafafundar

Sýn hf.: Helstu niðurstöður aðalfundar Sýnar hf. árið 2024


Á aðalfundi Sýnar hf., sem fram fór þann 11. mars 2024, voru eftirfarandi tillögur samþykktar auk þess sem ný stjórn var kjörin. Ítarlegar upplýsingar um tillögurnar og önnur fundargögn má finna á vefsíðu félagsins: https://syn.is/fjarfestatengsl/adalfundur

I. Tillögur sem samþykktar voru á aðalfundinum:

1. Tillaga um staðfestingu ársreiknings

Ársreikningur fyrir liðið starfsár var kynntur og staðfestur.

2.  Tillaga um ráðstöfun afkomu félagsins vegna reikningsársins 2021

Aðalfundur samþykkti að ekki verði greiddur arður vegna rekstrarársins 2023, en vísar að öðru leyti til ársreiknings hvað varðar ráðstöfun á hagnaði ársins og breytingu á eigin fé.

3. Tillaga um stefnu um arðgreiðslur og/eða endurkaup eigin hluta

Fyrirliggjandi tillaga um arðgreiðslustefnu var samþykkt.

4. Tillaga um starfskjarastefnu félagsins

Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar Sýnar hf. að uppfærðri starfskjarastefna.

5. Kaupréttaráætlun fyrir starfsmenn samstæðunnar

Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar Sýnar hf. um að fyrirliggjandi tillaga að kaupréttaráætlun fyrir alla starfsmenn í föstu starfi innan samstæðunnar yrði samþykkt. Kaupréttaráætlunin byggir á 10. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og heimilar félaginu að gera kaupréttarsamninga við starfsmenn í föstu starfi innan samstæðu félagsins, þ.e. hjá Sýn hf. og dótturfélögum.

6. Kaupréttaráætlun fyrir lykilstjórnendur samstæðunnar

Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar Sýnar hf. að kaupréttaráætlun fyrir forstjóra, æðstu stjórnendur og lykilstarfsmenn. Kaupréttaráætlunin heimilar stjórn félagsins, eftir tillögu starfskjaranefndar, að gera kaupréttarsamninga við forstjóra, æðstu stjórnendur og lykilstarfsmenn félagsins og annarra félaga innan samstæðunnar. Heildarfjöldi hluta sem heimilt er að veita kauprétt að, á grundvelli kaupréttaráætlunar fyrir forstjóra og lykilstarfsmenn, sem liggur fyrir fundinum, er 10.000.000 hlutir. 

Að öðru leyti vísast til frekari upplýsinga á heimasíðu félagsins: https://syn.is/fjarfestatengsl/adalfundur

7. Breytingar á samþykktum

Aðalfundur Sýnar hf., haldinn 11. apríl 2024, samþykkti að veita stjórn félagsins heimild til að gefa út nýtt hlutafé í félaginu allt að kr. 18.000.000 hluta. Heimild stjórnar skal aðeins nýtt til þess að efna skuldbindingar félagsins skv. kaupréttarsamningum við starfsmenn og lykilstjórnendur samstæðunnar í samræmi við samþykktar kaupréttaráætlanir. Forgangsréttur hluthafa samkvæmt 1. mgr. 5. gr. samþykkta félagsins gildir ekki um hið nýja hlutafé og falla hluthafar því frá áskriftarrétti sínum að hlutafjáraukningunni í samræmi við ákvæði 3. mgr. 34. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Nýútgefnir hlutir skulu vera í sama flokki og með sömu réttindi og aðrir hlutir í félaginu. Nýútgefnir hlutir veita réttindi frá skráningardegi hlutafjárhækkunar. Heimildin er veitt til 30. júní 2029. Stjórn félagsins skal vera heimilt að gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum félagsins í tengslum við nýtingu heimildarinnar. Heimild þessi skal felld úr samþykktum þegar hún hefur verið nýtt.

8. Tillaga um lækkun hlutafjár með innlausn (ógildingu) eigin hluta félagsins vegna kaupa á eigin hlutum og samsvarandi breyting á samþykktum félagsins

Aðalfundur samþykkti að hlutafé félagsins verði lækkað um kr. 33.527.940 að nafnvirði, einvörðungu með innlausn (ógildingu) viðkomandi eigin hluta félagsins (samtals 3.352.794  hluta sem eru samtals kr. 33.527.940 að nafnverði) á grundvelli ákvæða 54. gr. laga nr. 2/1995, um hlutafélög. Hlutafé félagins lækkar þar með úr kr. 2.510.017.540 að nafnvirði í kr. 2.476.489.600 að nafnvirði.

9. Tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutum (sem getið verður í viðauka við samþykktir félagsins):

Aðalfundur Sýnar hf. haldinn 11. apríl 2024 samþykkyi að veita stjórn félagsins heimild, á grundvelli 55. gr. laga um hlutafélög, nr. 2/1995, til að kaupa fyrir hönd félagsins allt að 10% af hlutafé þess. Heimild þessi skal nýtt í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu, setja upp formlega endurkaupaáætlun eða til að gera hluthöfum almennt tilboð um kaup félagsins á eigin bréfum, t.d. með útboðsfyrirkomulagi, enda sé jafnræðis hluthafa gætt við boð um þátttöku í slíkum viðskiptum. Tilgangur félagsins með endurkaupum er að lækka hlutafé félagsins og/eða að gera félaginu kleift að standa við skuldbindingar sínar skv. kaupréttarsamningum við starfsmenn. Við endurkaup skal hæsta leyfilega endurgjald fyrir hvern hlut ekki vera hærra en sem nemur verði síðustu óháðu viðskipta eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboði í þeim viðskiptakerfum þar sem viðskipti með hlutina fara fram, hvort sem er hærra. Viðskipti félagsins með eigin hluti skulu tilkynnt í samræmi við lög og reglugerðir. Heimild þessi gildir í 18 mánuði frá samþykkt hennar. Aðrar eldri heimildir til kaupa á eigin hlutum falla úr gildi við samþykkt heimildar þessarar

10. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir komandi starfsár

Stjórn lagði til við aðalfund að stjórnarlaun komandi starfsárs yrðu sem hér segir og var tillagan samþykkt:

    1. Stjórnarformaður fái kr. 625.000 á mánuði.
    2. Varaformaður fái kr. 470.000 á mánuði
    3. Aðrir stjórnarmenn fái kr. 310.000 á mánuði.
    4. Varastjórnarmenn fái kr. 125.000 fyrir hvern setinn fund.
    5. Formenn undirnefnda fái kr. 125.000 á mánuði.
    6. Aðrir nefndarmenn undirnefnda fái kr. 65.000. á mánuði, sbr. þó g. liður.
    7. Utanaðkomandi ráðgjafar undirnefnda og tilnefningarnefndar, fái greitt á grundvelli samþykkts tilboðs. Greiðslur til endurskoðenda skulu jafnframt vera samkvæmt samþykktu tilboði.“

11.  Kosning endurskoðunarfélags Sýnar hf.

Svofelld tillaga var samþykkt:

„Lagt er til að KPMG ehf. verði endurskoðunarfirma félagsins.“

II. Stjórn félagsins

Aðalstjórn félagsins skipa:

  • Hákon Stefánsson
  • Páll Gíslason
  • Petrea Ingileif Guðmundsóttir
  • Ragnar Páll Dyer
  • Rannveig Eir Einarsdóttir

Að aðalfundi loknum kom stjórn saman og skipti með sér verkum. Formaður stjórnar er Hákon Stefánsson og varaformaður stjórnar er Rannveig Eir Einarsdóttir.

Varastjórn félagsins skipa :

  • Daði Kristjánsson
  • Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir

Þeir tveir af þremur nefndarmönnum tilnefningarnefndar, sem sjálfkjörnir voru á aðalfundinum, eru:

  • Guðríður Sigurðardóttir
  • Þröstur Olaf Sigurjónsson