2008-05-14 11:14:31 CEST

2008-05-14 11:15:07 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Glitnir banki hf. - Fyrirtækjafréttir

Glitnir lýkur velheppnaðri sérvarinni skuldabréfaútgáfu í Noregi



Glitnir Bank ASA gefur út sérvarin skuldabréf að upphæð 109 milljarða
íslenskra króna í Noregi

Reykjavík, 14. maí 2008 - Glitnir Bank ASA í Noregi lauk í dag
velheppnaðri útgáfu sérvarinna skuldabréfa að upphæð 7 milljarðar
norskra króna (109 milljarðar íslenskra króna). Það er BN
Boligkreditt AS, dótturfélag Glitnis, sem er útgefandi
skuldabréfanna. Þar með er öll fjármögnun tryggð fyrir starfsemi
Glitnis í Noregi fyrir árið 2008 og hluta af fjármögnun ársins 2009
og síðar. Útgáfan var seld til norskra fagfjárfesta.

Skuldabréfin sem um ræðir eru með líftíma frá 1-7 ára á verðinu NIBOR
+25-+55 punktum."Ég er mjög ánægður með að Glitnir Bank ASA hafi tryggt alla
fjármögnun sína fyrir árið 2008 með sérvarinni skuldabréfaútgáfu",
segir Morten Bjørnsen, framkvæmdastjóri Glitnis á Norðurlöndunum. "Ég
er einnig ánægður með hagstætt verð á útgáfunni og hversu vel norskir
fjárfestar tóku henni"."Viðtökur fjárfesta á skuldabréfaútgáfunni sýna skilning þeirra á
undirliggjandi styrk Glitnis og trausti til starfsemi okkar í
Noregi.  Sérvarin skuldabréfaútgáfa er hagkvæm leið til að ná í
fjármagn við núverandi markaðsaðstæður. Traust eignasafn okkar í
Noregi gerir okkur kleift að fjármagna áfram starfsemi okkar með
sérvörðum skuldarbréfum", segir Lárus Welding forstjóri Glitnis.

Afkoma Glitnis var mjög góð á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, sem
einkenndist af afar krefjandi markaðsaðstæðum. Þrátt fyrir umrótið
var hagnaður bankans um 7,7 milljarðar, fyrir skatta og tekjur af
kjarnastarfsemi um jukust 8,6% . Þá lækkaði kostnaður um 12% frá á
milli ársfjórðunga. Þetta sýnir undirliggjandi styrk og sveigjanleika
í rekstri bankans. Glitnir er með trausta lausafjárstöðu, um 8,7
milljarða evra í lausu fé, og endurgreiðsluþörf móðurfélags á árinu
er 1,58 milljarður evra. Glitnir Bank ASA í Noregi sýndi einnig góða
afkomu á fyrsta ársfjórðungi. Hagnaður fyrir skatta var 104 milljónir
norskra króna, samanborið við 90 milljónir norskra króna á fjórða
ársfjórðungi 2007. Arðsemi eigin fjár var 12,3% en var 10,9% á
síðasta ársfjórðungi.

Artic Securities og Pareto Securities í Ósló voru umsjónaraðilar
útgáfunnar.

Nánari upplýsingar veita:
Ingvar H. Ragnarsson, framkvæmdastjóri Fjárstýringar, sími 440 4665,
farsími 844 4665 og netfang: ingvar.ragnarsson@glitnir.is.

Vala Pálsdóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla, farsími 844 4089 og
netfang: vala.palsdottir@glitnir.is

Már Másson, forstöðumaður kynningarmála, farsími: 844 4990 og
netfang: mar.masson@glitnir.is