2012-02-08 18:01:37 CET

2012-02-08 18:02:29 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Össur hf. - Ársreikningur

Össur - Ársuppgjör 2011


GÓÐUR SÖLUVÖXTUR

Sala  -  Söluvöxtur  á  árinu  2011 var  góður eða 9%, mælt í staðbundinni mynt.
Heildarsalan  nam 401 milljón  Bandaríkjadala samanborið  við 359 milljónir dala
árið  2010. Öll landsvæði og vörumarkaðir sýndu vöxt  á árinu. Sala á spelkum og
stuðningsvörum var sérstaklega góð og skilaði 15% söluvexti, mælt í staðbundinni
mynt. Söluvöxtur í stoðtækjum var ágætur eða 4%, mælt í staðbundinni mynt.

Arðsemi  - EBITDA nam 76 milljónum Bandaríkjadala  eða 19% af sölu. Framlegð nam
249 milljónum  dala eða 62% af sölu og  hagnaður nam 37 milljónum dala eða 9% af
sölu.

Jón Sigurðsson, forstjóri:"Árið  2011 var enn eitt árið þar sem  við sýndum góðan söluvöxt og arðsemi. Sem
fyrr  var nýsköpun lykilþáttur í árangri  okkar og öll landsvæði og vörumarkaðir
uxu.  Einn stærsti áfangi  okkar á árinu  var opnun verksmiðjunnar  í Mexíkó sem
eykur  framleiðslugetu okkar og skapar ný  tækifæri. Annar stór áfangi var þegar
við  kynntum enn eina viðbótina við  Bionic vörulínuna okkar, SYMBIONIC LEG, sem
er fyrsta vara sinnar tegundar í heiminum."

Helstu tíðindi ársins:

  * Fjárfesting í stærra söluneti -  Fjárfesting í stærra söluneti hefur verið
    ein af aðalástæðum vaxtar á árinu. Í Bandaríkjunum hefur áherslan verið á
    áframhaldandi fjárfestingu í sölu- og dreifineti sem hefur haft jákvæð áhrif
    á sölu þar. Í Evrópu hefur aðaláherslan verið á Þýskaland og Frakkland. Í
    Frakklandi er svo sérstök áhersla á að ná til lækna og annarra sem samþykkja
    og velja vörur, jafnt spelkur og stuðningsvörur og vörur vegna
    blóðrásarvanda.
  * Framleiðsla í Mexíkó - Verksmiðja Össurar í Tijuana í Mexíkó var formlega
    opnuð í september. Össur hóf uppbyggingu á verksmiðjunni ári fyrr og hefur
    framleiðsla á nokkrum vörulínum verið flutt þangað frá Bandaríkjunum.
    Verksmiðjan er nú þegar á meðal stærstu og mikilvægustu framleiðslueininga
    Össurar og mögulegt verður að auka framleiðslugetuna á næstu árum til þess
    að styðja við framtíðarvöxt félagsins. Þess er vænst að áætlaður sparnaður
    vegna verksmiðunnar, um 4 milljónir Bandaríkjadala, komi fram árið 2012.
  * Stöðugt framboð á nýjum vörum -  Á árinu voru 25 nýjar vörur kynntar. Gott
    jafnvægi hefur verið á milli nýrra vara í báðum vöruflokkum, þ.e. spelkum og
    stuðningsvörum og stoðtækjum. Margar spennandi nýjungar í spelkum og
    stuðningsvörum voru kynntar og í stoðtækjunum bar kynningin á SYMBIONIC LEG
    hæst, en það er fyrsti gervifótur sinnar tegundar á markaðnum.
Áætlun  2012 -  Fyrir  árið  2012 gera  stjórnendur  ráð fyrir innri söluvexti á
bilinu   4-6%, mælt   í   staðbundinni   mynt,  og  að  EBITDA,  leiðrétt  fyrir
einskiptistekjum  og  -kostnaði,  verði  á  bilinu  20-21% af veltu fyrir árið í
heild.



Símafundur á morgun, fimmtudaginn 9. febrúar kl. 11:00
Á  morgun, fimmtudaginn 9. febrúar 2012 kl. 11.00, verður haldinn símafundur þar
sem  farið verður yfir  niðurstöður fjórða ársfjórðungs  og ársins 2011 í heild.
Fundurinn hefst kl. 11:00 GMT / 12:00 CET.  Á fundinum munu þeir Jón Sigurðsson,
forstjóri,  og  Hjörleifur  Pálsson,  fjármálastjóri,  kynna afkomu félagsins og
svara  spurningum. Fundurinn  fer fram  á ensku  og verður  hægt að fylgjast með
honum á netinu á slóðinni www.ossur.com/investors

Símanúmer til að taka þátt í fundinum eru:
Evrópa: + 44 (0) 20 3043 2436 eða
+46(0)8 505 598 53
Bandaríkin: +1 866 458 40 87
Ísland: 800 8660

Nánari upplýsingar:

Jón Sigurðsson, forstjóri                sími: 515-1300

Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri       sími: 515-1300

Sigurborg Arnarsdóttir, fjárfestatengill sími: 664-1044



Vinsamlega athugið að þetta yfirlit nær aðeins yfir helstu þætti uppgjörsins.
Tilkynningu í fullri lengd á ensku er að finna áwww.ossur.com/investors

[HUG#1583875]