2012-11-30 16:17:59 CET

2012-11-30 16:19:00 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Sveitarfélagið Álftanes - Fyrirtækjafréttir

Sameining Garðabæjar og Álftaness staðfest - Sameiningin tekur gildi 1. janúar 2013


Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra undirritaði í gær staðfestingu á
sameiningu sveitarfélaganna Álftaness og Garðabæjar. 

Sameiningin tekur gildi 1. janúar 2013.

Í tilkynningu ráðuneytisins um sameininguna kemur fram að nafn hins sameinaða
sveitarfélags skuli vera Garðabær og að kennitalan verði sú sama og núverandi
kennitala Garðabæjar. Bæjarstjórn Garðabæjar tekur yfir stjórn hins nýja
sveitarfélags til loka kjörtímabilsins, þ.e. til 14. júní 2014. Núverandi
bæjarstjórn Álftaness mun á þeim tíma starfa sem hverfastjórn samkvæmt 38. gr.
sveitarstjórnarlaga. 

Bæjarstjórn Álftaness ber einnig að skipa áheyrnarfulltrúa með búsetu á
Álftanesi í allar fastanefndir hins nýja sveitarfélags. 

Staðfesting ráðherra verður auglýst í B-deild Stjórnartíðinda, eins og lög gera
ráð fyrir.