2013-08-02 17:26:39 CEST

2013-08-02 17:27:40 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Tryggingamiðstöðin hf. - Fyrirtækjafréttir

Standard and Poor´s breytir horfum á matseinkunn Tryggingamiðstöðvarinnar úr stöðugum í neikvæðar.


Matsfyrirtækið Standard and Poor´s hefur breytt horfum á matseinkunn
Tryggingamiðstöðvarinnar hf. (TM) úr stöðugum í neikvæðar. 

26. júlí sl. tilkynnti matsfyrirtækið að horfur á lánshæfiseinkunn íslenska
ríkisins hefðu breyst úr stöðugum í neikvæðar.  Telur fyrirtækið að meta beri
horfur TM í þessu efni með sama hætti og íslenska ríkisins. 

Kjarnaeinkunn (e. anchor) TM er bbb sem er einu þrepi hærra en
heildareinkunnin, en matseinkunn TM er sett í BBB- vegna lánshæfismats íslenska
ríkisins. 

Meðfylgjandi er tilkynning Standard and Poor´s um breytinguna.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Viðarsson forstjóri TM. s. 515 2000.