2013-07-24 16:00:00 CEST

2013-07-24 16:00:40 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Össur hf. - Ársreikningur

Össur - annar ársfjórðungur 2013


  * Heildarsala nam 106 milljónum Bandaríkjadala, samanborið við 103 milljónir
    dala á öðrum ársfjórðungi 2012. Söluvöxtur var 3%, mældur í staðbundinni
    mynt.
  * Sala á spelkum og stuðningsvörum stóð í stað en sala á stoðtækjum jókst um
    6%, hvort tveggja mælt í staðbundinni mynt.
  * Sala í EMEA gekk mjög vel og sýndu öll landsvæði góðan vöxt. Sala í
    Bandaríkjunum var misjöfn milli vöruflokka, en breytingar á
    endurgreiðslukerfinu halda áfram að hafa áhrif á stoðtækjamarkaðinn.
  * Aðhaldsaðgerðir ganga samkvæmt áætlun. Gert er ráð fyrir að þessar aðgerðir
    spari 5 milljónir Bandaríkjadala 2013 og 8 milljónir Bandaríkjadala á
    ársgrundvelli 2014. Einskiptiskostnaður í tengslum við þessar aðgerðir
    fellur til á öðrum ársfjórðungi og nemur 4.5 milljónum dala.
  * Framlegð nam 65 milljónum Bandaríkjadala sem er 61% af sölu. Leiðrétt fyrir
    einskiptiskostnaði er framlegðin 62% sem hlutfall af sölu sem er sama
    hlutfall og á öðrum ársfjórðungi 2012.
  * EBITDA nam 15 milljónum Bandaríkjadala og 14% af sölu. Leiðrétt fyrir
    einskiptiskostnaði var EBITDA 20 milljónir Bandaríkjadala og 19% af sölu,
    sem er sama hlutfall og á öðrum ársfjórðungi 2012.
  * Hagnaður nam 8 milljónum Bandaríkjadala og 8% af sölu. Leiðrétt fyrir
    einskiptiskostnaði nam hagnaðurinn 12 milljónum Bandaríkjadala og 11% af
    sölu, samanborið við 10 milljónir dala og 10% af sölu á öðrum ársfjórðungi
    2012.
  * Handbært fé frá rekstri var 11% af sölu, samanborið við 19% á öðrum
    ársfjórðungi í fyrra. Greiðslur vegna einskiptiskostnaðar og aukning
    veltufjár hefur áhrif á handbært fé frá rekstri á fjórðungnum.
  * Í maí skrifaði Össur undir samning um kaup á sænska stoð- og
    stuðningstækjafyrirtækinu TeamOlmed. Kaupverðið er 47 milljónir
    Bandaríkjadala og er gert ráð fyrir að gengið verði frá kaupunum á þriðja
    ársfjórðungi.

Áætlun 2013

  * Stjórnendur staðfesta áður birta áætlun fyrir árið um að innri söluvöxtur
    verði á bilinu 2-4%, mælt í staðbundinni mynt, og leiðrétt EBITDA á bilinu
    18-19% sem hlutfall af veltu.
  * Eins og tilkynnt var í uppgjörsfrétt fyrir fyrsta ársfjórðung, gera
    stjórnendur ráð fyrir því að niðurstöður ársins verði í lægri mörkum
    áætlunarinnar, bæði sala og EBITDA.


Jón Sigurðsson, forstjóri:"Niðurstöður fjórðungsins eru í takt við væntingar okkar. Árangurinn í EMEA er
sérstaklega ánægjulegur og góður vöxtur þvert á vörulínur og markaðssvæði. Eins
og áður hefur komið fram þá eru erfiðar markaðsaðstæður í Bandaríkjunum og mun
það halda áfram út þetta ár. Hagræðingar aðgerðir hafa gengið vel og eigum við
von á því að þær muni skila tilætluðum árangri. Í maí skrifuðum við svo undir
samning um kaup á stoð- og stuðningstækjafyrirtækinu TeamOlmed, sem mun styrkja
stöðu okkar á sænska markaðnum."

Símafundur á morgun, fimmtudaginn 25. júlí kl. 10:00

Á  morgun, fimmtudaginn 25. júlí, verður haldinn símafundur þar sem farið verður
yfir  niðurstöður fyrir  annan ársfjórðung.  Fundurinn hefst kl. 10:00 GMT/12:00
CET.   Innhringinúmer: Evrópa:  +44 (0) 203 364 5374 eða  +46 (0) 8 505 564 74;
Bandaríkin: + 1 855 753 2230; Ísland: 800 8660


Athugið að þetta yfirlit nær aðeins yfir helstu þætti uppgjörsins. Tilkynningu í
fullri lengd á ensku er að finna á www.ossur.com/investors


[HUG#1718470]