2014-05-27 19:20:01 CEST

2014-05-27 19:21:04 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reginn hf. - Ársreikningur

Árshlutareikningur Regins fyrstu þrjá mánuði ársins 2014


Árshlutareikningur Regins hf. 1. janúar 2014 til 31. mars 2014 var samþykktur
af stjórn þann 27. maí. 

  -- Rekstrartekjur námu 1.031 milljón króna
  -- Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir var 618 milljónir króna
  -- Bókfært virði fjárfestingareigna í lok tímabils er 40.697 m.kr.
     Matsbreyting á tímabilinu var 265 m.kr.
  -- Hagnaður eftir tekjuskatt nam 397 m.kr.
  -- Handbært fé frá rekstri nam 284 m.kr.
  -- Vaxtaberandi skuldir voru 25.130 m.kr. í lok tímabilsins samanborið við
     24.837 m.kr. í árslok 2013
  -- Eiginfjárhlutfall er 33 % 
  -- Hagnaður á hlut fyrir tímabilið er 0,31 en var 0,19 fyrir sama tímabil í
     fyrra

Félagið er skráð í Kauphöll Íslands (NASDAQ OMX Iceland hf.), fjöldi hluthafa
þann 31. mars sl. voru 643. 

Rekstur og afkoma

Afkoma Regins á fyrsta ársfjórðungi var góð og í samræmi við áætlun félagsins.
Rekstrartekjur námu 1.031 milljón króna og þar af námu leigutekjur 902
milljónum króna. Hækkun leigutekna frá sama tímabili fyrra árs eru 18,5%. 

Rekstrarhagnaður fyrir söluhagnað, matsbreytingu og afskriftir / EBITDA var 618
milljónir sem samsvarar rúmri 18,2% hækkun samanborið við sama tímabil árið
2013. 

Eignasafn og efnahagur

Eignasafn Regins samanstendur af fullgerðu atvinnuhúsnæði með háu
útleiguhlutfalli og traustum leigutökum. Eftir að kaup félagsins á Klasa
Fasteignum ehf. ( RA 5 ehf.)  voru yfirstaðin á Reginn 54 fasteignir.
Heildarfermetrafjöldi fasteignasafnsins er 221 þúsund. Útleiguhlutfall safnsins
er um 96% miðað við þær tekjur sem 100% útleiga gæfi. Stærstu eignir Regins eru
verslunarmiðstöðin Smáralind í Kópavogi og Egilshöll í Grafarvogi. 

Fasteignasafn Regins er metið á gangvirði í samræmi við alþjóðlega
reikningsskilastaðla (IFRS). Safnið er metið í lok hvers árs í tengslum við
gerð ársreiknings sem og í lok hvers uppgjörstímabils. Matsbreyting á Q1 2014
er 265 m.kr. 

Stækkun félagsins og horfur

Uppbygging og stækkun eignasafns félagsins hefur gengið í samræmi við áætlun og
fjárfestingastefnu þess. 

Þann 28. apríl sl. lauk kaupum félagsins á Klasa Fasteignum ehf. Samkvæmt
niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem birt var þann dag, „var ekki talin
forsenda til að hafast frekar að í því máli“. Í framhaldi var heimild í 4. gr.
samþykkta félagsins nýtt og hlutafé í Reginn hækkað um 128.700.000 krónur að
nafnverði . Lögbundinn forgangsréttur hluthafa gilti ekki um hið nýja hlutafé.
Hlutafjáraukningunni var ráðstafað sem greiðslu fyrir hlutafé í Klasa
Fasteignum ehf. á genginu 13,63 krónur á hlut, í samræmi við kaupsamning þar að
lútandi frá 21. desember 2013. Samhliða kaupum var nafni hins keypta félags
breytt í RA 5 ehf. 

Hlutafé félagsins var aukið á tímabilinu sbr. tilkynning frá 30. apríl sl.
Hlutafé í Regin fyrir hlutafjáraukninguna var 1.300.000.000 krónur að nafnvirði
en er að henni lokinni 1.428.700.000 krónur að nafnvirði. 



Horfur í rekstri og endurfjármögnun félagsins

Stjórnendur félagsins telja að horfur í rekstri séu góðar og engar vísbendingar
eru um annað en að áætlanir félagsins standist. 

Við árslok 2013 tilkynnti félagið um skilmála varðandi endurfjármögnun á Reginn
Atvinnuhúsnæði ehf. Frágangur þeirrar endurfjármögnunar fór fram á tímabilinu.
Fjármögnunin er verðtryggð með jöfnum afborgunum til 30 ára og ber 3,85% fasta
vexti en gjalddagar vaxta og afborgana eru tvisvar á ári. Heimilt er að greiða
upp lánið eftir 5 ár. Lánið hefur verið nýtt til uppgreiðslu óhagstæðri lána og
lána sem falla á gjalddaga seinna á árinu. Heildarstærð skuldabréfaflokksins er
9,5 milljarðar og var sala á öllum flokknum lokið í einu. Skuldabréf tengd
fjármögnuninni verða skráð í Kauphöll Íslands, Nasdaq OMX Iceland en
Íslandsbanki verður umsjónaraðili skráningar. Lánveitandi og útgefandi
eignatryggðu skuldabréfanna er REG3A, fagfjárfestasjóður en rekstraraðili
sjóðsins er ALDA sjóðir hf. Áður hafði félagið lokið við endurfjármögnun á
Egilshöll (Knatthöll og Kvikmyndahöll) og Smáralind (Eignarhaldsfélagið
Smáralind) árið 2012. 



Kynning á félaginu

Samhliða birtingu á þessu uppgjöri boðar Reginn til opins kynningarfundar á
morgun miðvikudaginn 28. maí kl. 16:00 í Ármúla 4-6. Helgi S. Gunnarsson
forstjóri félagsins mun kynna afkomu fyrsta ársfjórðungs 2014 og svara
spurningum. Skráning á kynningarfundinn fer fram í gegnum netfangið
fjarfestatengsl@reginn.is. 

Fundinum verður einnig varpað í gegnum netið á eftirfarandi slóð:

http://streymi.nyherji.is/Mediasite/Play/812cdb405bc645ceb88e500f216e207f1d

Hægt er að nálgast árshlutareikning vegna fyrsta ársfjórðungs og kynningargögn
á www.reginn.is/fjarfestar/ 



Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson

Forstjóri Regins hf.

Sími: 512 8900 / 899 6262