2015-01-15 21:14:58 CET

2015-01-15 21:15:59 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Arion Bank hf. - Fyrirtækjafréttir

Arion banki semur við MP banka um viðskiptavakt með sértryggð skuldabréf Arion banka


Arion banki hf. hefur samið við MP banka hf. um að annast viðskiptavakt með
sértryggð skuldabréf, útgefnum af Arion banka hf., sem eru í viðskiptum í
Kauphöll Íslands (ARION CB 15, ARION CBI 19, ARION CBI 21, ARION CBI 29, ARION
CBI 34). 

Helstu skilmálar samningsins eru eftirfarandi:

Fjárhæð kaup- og sölutilboða skal að lágmarki nema kr. 20.000.000 að nafnvirði.
Hámarksmunur á kaup- og sölutilboðum viðskiptavaka ákvarðast af lokagjalddaga
bréfanna í þeim flokkum sem viðskiptavakt tekur til. Viðskiptavaki skal
endurnýja tilboð innan 15 mínútna eftir að þeim er tekið eða þau felld niður.
Hámarksfjárhæð heildarviðskipta sem viðskiptavaka er skylt að eiga í einstökum
skuldabréfaflokki er samtals kr. 60.000.000 að nafnvirði dag hvern. 

Viðskiptavakt MP banka hf. tekur gildi 16. janúar 2015 og er samningurinn
ótímabundinn en uppsegjanlegur með 30 daga fyrirvara eða eftir samkomulagi
hverju sinni. 


Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs
Arion banka, haraldur.eidsson@arionbanki.is, s: 856 7108.