2017-05-02 17:42:54 CEST

2017-05-02 17:42:54 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Vátryggingafélag Íslands hf. - Ársreikningur

Vátryggingafélag Íslands hf. - Árshlutauppgjör


Ársreikningur fyrsta ársfjórðungs 2017

Samstæðuárshlutareikningur félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung 2017 var
staðfestur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 2. maí 2017. 

Árshlutareikningurinn hefur hvorki verið endurskoðaður né kannaður af
endurskoðendum félagsins. 

Helstu niðurstöður fyrsta ársfjórðungs 2017

·         Hagnaður tímabilsins nam 191 m.kr. samanborið við 145 m.kr. sama
tímabil árið 2016. 

·         Bókfærð iðgjöld jukust um 17% frá sama tíma í fyrra.

·         Eigin tjónakostnaður hækkaði um 18%.

·         Kostnaðarhlutfall lækkaði í 20,3% úr 22,1% á sama tíma í fyrra.

·         Samsett hlutfall var 107,2% en var 104,5% á sama tímabili í fyrra.

·         Tekjur af fjárfestingastarfsemi námu 677 m.kr. samanborið við 435
m.kr. á sama tíma 2016. 

·         Hagnaður á hlut nam 0,09 krónum samanborið við 0,06 krónur fyrir sama
tímabil 2016. 

Jakob Sigurðsson, forstjóri

„Iðgjöld félagsins eru að vaxa talsvert og munu gera það áfram, ekki síst vegna
hærri meðaliðgjalda, en einnig vegna nýrra viðskipta. Þannig eru eigin iðgjöld
að vaxa um 12,2% frá sama tímabili í fyrra, en einnig eru bókfærð iðgjöld að
vaxa um 17%, sem gefur til kynna áframhaldandi vöxt eigin iðgjalda á árinu. 
Félagið hefur frá árinu 2015 unnið að hækkunum iðgjalda til að bregðast við
mikilli hækkun í tíðni tjóna og tjónakostnaðar.  Því er tjónakostnaður á
fjórðunginum nokkur vonbrigði, en vel er fylgst með þeirri þróun áfram og
brugðist frekar við ef þörf krefur.  Samsett hlutfall var 107,2% sem er hærra
en á sama tíma í fyrra, en afkoma ökutækjatrygginga og slysatrygginga er enn
óviðunandi þó miði í rétta átt.  Áætlanir félagsins gera engu að síður ráð
fyrir að markmið félagsins um að samsett hlutfall á árinu 2017 verði undir 100%
muni nást. 

Félagið eignaðist 21,8% hlut í Kviku banka á tímabilinu.  Kvika er öflugt
fyrirtæki sem stendur frammi fyrir spennandi tækifærum auk þess sem kaupin gefa
áhugaverða möguleika til framtíðar.  Ávöxtun fjárfestingaeigna gekk ágætlega að
undanskildum skráðum innlendum hlutabréfum.  Ávöxtun fjárfestingaeigna nam
1,97% á fjórðunginum. 

Eins og greint var frá í byrjun árs hefur verið unnið að rýni og endurskoðun á
stefnu VÍS með víðtækri þátttöku stjórnar og starfsfólks. Þessari vinnu er nú
lokið og er unnið að innleiðingu.  Gert er ráð fyrir að niðurstöður verði
kynntar frekar síðar í vor.  Ég vil nota tækifærið og þakka viðskiptavinum VÍS,
starfsfólki, stjórn og hluthöfum fyrir ánægjulegt samstarf og óska þeim góðs
gengis í framtíðinni“ 

Horfur

Gert er ráð fyrir ágætum iðgjaldavexti á árinu 2017 og er reiknað með að
samsett hlutfall verði undir 100%. 

Kynningarfundur

Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og hluthafa verður haldinn hjá VÍS í Ármúla
3, 5. hæð, þann 3. maí n.k. kl. 8:30. Þar munu Jakob Sigurðsson forstjóri,
Guðmar Guðmundsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs og Tryggvi Guðbrandsson
forstöðumaður fjárfestinga kynna afkomu félagsins og svara spurningum.
Kynningarefni fundarins verður aðgengilegt að honum loknum á vef VÍS:
www.vis.is 

Fjárhagsdagatal

Viðburður                                 Dagsetning:

Aðalfundur 2017                    15. mars 2017

1.     ársfjórðungur                      2. maí 2017

2.     ársfjórðungur                  24. ágúst 2017

3.     ársfjórðungur               24. október 2017

Ársuppgjör 2017                       8. vika 2018

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Guðný Helga Herbertsdóttir í síma 660-5191 og í
netfangi fjarfestatengsl@vis.is.