2016-03-11 17:53:29 CET

2016-03-11 17:53:29 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
N1 hf. - Fyrirtækjafréttir

N1 hf: Athugasemdir og sjónarmið við frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins um eldsneytismarkaðinn


N1  hefur í dag sent Samkeppniseftirlitinu athugasemdir og sjónarmið við skýrslu
Samkeppniseftirlitsins  um frumniðurstöður markaðsrannsóknar á eldsneytismarkaði
sem birt var 30. nóvember 2015.

N1  telur skýrsluna að  sumu leyti fela  í sér áhugaverða  greiningu á íslenskum
eldsneytismarkaði.  N1 tekur  undir hluta  þeirra sjónarmiða  sem þar koma fram,
t.d.  hvað varðar ýmis tækifæri til hagræðingar  enda hefur N1 haft frumkvæði að
viðræðum  við Samkeppniseftirlitið  um hvaða  leiðir séu  færar í þeim efnum. Þá
fagnar N1 staðfestingu Samkeppniseftirlitsins á því að það telji að N1 hafi ekki
framið brot gegn samkeppnislögum.

N1    gerir    hins   vegar   fjölmargar   athugasemdir   við   meginniðurstöður
frummatsskýrslunnar,  þess efnis  að álagning  íslensku olíufélaganna  sé of há.
Samkeppniseftirlitið   byggir  þessar  staðhæfingar  sínar  fyrst  og  fremst  á
samanburði við Bretland, þar sem álagning á Íslandi er borin saman við álagningu
eldsneytissala þar í landi. N1 færir fram í svari sínu fjölmörg rök fyrir því að
þessi samanburður við Bretland er gagnslaus og nánast fjarstæðukenndur. Aðstæður
til  dreifingar og sölu  eldsneytis á Bretlandi  eru afar ólíkar  aðstæðum hér á
landi,  t.a.m.  vegna  eðlis  og  stærðar  markaðar,  dreifbýlis  hér  á  landi,
sölumagns, birgðahalds og fjármagnskostnaðar.

N1 telur að samanburður við Norðurlöndin væri mun nærtækari þar sem aðstæður eru
um  margt  sambærilegar  við  aðstæður  hér  á  landi. N1 bendir á að álagning á
eldsneyti  í t.a.m. Noregi er svipuð álagningu hér á landi. N1 telur að greining
Samkeppniseftirlitsins  á meintri umfram framlegð á íslenska eldsneytismarkaðnum
sé röng í grundvallaratriðum.

N1  telur að ráða megi af lestri skýrslunnar að virk og heilbrigð samkeppni ríki
á íslenskum eldsneytismarkaði og er það í fullu samræmi við reynslu félagsins og
starfsmanna þess á hverjum degi.

Með tilkynningu þessari fylgja athugasemdir N1 í heild sinni.


[HUG#1993566]