2015-05-07 18:25:42 CEST

2015-05-07 18:26:43 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Tryggingamiðstöðin hf. - Fyrirtækjafréttir

Tryggingamiðstöðin hf. (TM) hefur lokið sölu á víkjandi skuldabréfum að fjárhæð 2.000 m.kr.


Á síðustu vikum hefur TM unnið að sölu skuldabréfaflokksins TM 15 1 og hefur nú
gengið frá sölu flokksins til breiðs hóps fjárfesta. Skuldabréfin bera 5,25%
fasta verðtryggða vexti og eru til 30 ára með uppgreiðsluheimild og þrepahækkun
í vöxtum upp í 6,25% eftir 10 ár. Útgáfan er liður í nýjum áherslum í
fjárhagsskipan félagsins líkt og fram kom í tilkynningum til Kauphallar þann 9.
og 13. apríl 2015. Arctica Finance hf. var umsjónaraðili útgáfunnar. 


         Nánari upplýsingar veitir:
         Sigurður Viðarsson, forstjóri TM
         sigurdur@tm.is