2010-09-28 18:53:21 CEST

2010-09-28 18:54:22 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Sveitarfélagið Álftanes - Ársreikningur

Árshlutauppgjör fyrir tímabilið janúar - júní 2010


Árshlutauppgjör fyrstu 6 mánuði ársins liggur fyrir og er rekstrarniðurstaða
jákvæð um 26 milljónir en áætlanir gerðu ráð fyrir um 102 milljón króna
taprekstri á árinu. Helstu ástæður þess eru þær að fjármagn sliðir hafa jákvæð
áhrif á rekstrarniðurstöðu um tæpar 84 milljónir króna á fyrstu 6 mánuðum
ársins. Jákvæð niðurstaða fjármagnsliða stafar af gengishagnaði skulda. 

Skatttekjur námu 619 millj.kr. en ársáætlun nam  1.347 millj.kr. og eru því 
lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Laun- og launatengd gjöld námu 451 millj.kr.
og eru hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir en megin skýringin er sú að þær
hagræðingaraðgerðir sem farið hefur verið hafa ekki áhrif fyrr en seinnihluta
ársins.  Annar rekstrarkostnaður er um 164 m.kr. en áætlanir gera ráð fyrir 371
m.kr. á árinu 2010. Veltufé til rekstrar er 138 m.kr en handbært fé frá rekstri
er rúmar 44 m.kr. Heildareignir í lok júní eru 4.318 m.kr. en skuldir samtals
eru 5.679 m.kr.  Eigið fé er neikvætt upp á 1.362 m.kr. Skuldbindingar utan
efnahags eru 1.194 m.kr. 

Í  upphafi árs breytti sveitarfélagið reikningsskila aðferðum sínum í samræmi
við álit Reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga 1/2010 um færslu
leigusamninga fasteigna og annarra mannvirkja í bókhaldi og reikningsskilum
sveitarfélaga. 

Innleiðing álitsins fól í sér breytingu á reikningsskilaðferðum
sveitarfélagsins þar sem það færir nú til eignar meðal varanlegra
rekstrarfjármuna fasteignir og önnur mannvirki sem það hefur leigt til sín
samkvæmt leigusamningum til lengri tíma en þriggja ára og skuldbindingu vegna
leigusamning meðal langtímaskulda. Upptaka reikningsskilaaðferðar miðaðist við
1.janúar 2010 og felur í sér afturvirka beitingu reikningsskilaaðferðar á þann
hátt að bókfært verð eigna og skulda færðra í efnahag vegna innleiðinga
reikningsskilaaðferðar miðast við að reikningsskilaaðferð hafi verið beitt frá
samningsdegi. Til samræmis við álitið eru áhrif innleiðingar reikningaskila
aðferðarinnar færð á eiginfjárreikning 1. Janúar 2010 og lækkaði eigið fé
sveitarfélagsins um 867,3 millj.kr. vegna þessa. 

Könnunaráritun endurskoðenda er með fyrirvara og þar segir m.a.: . Eins og fram
kemur í skýrslu stjórnar og skýringu 39 með ársreikningnum á sveitarfélagið í
miklum greiðsluerfiðleikum.  Bæjarstjórn Álftaness sendi eftirlitsnefnd með
fjármálum sveitarfélaga (EFS) tilkynningu, í nóvember sl., þess efnis að
sveitarfélagið væri komið í fjárþröng og að bæjarstjórn teldi sér eigi unnt að
standa í skilum. Að tillögu EFS skipaði ráðherra sveitarfélaginu
fjárhaldsstjórn þann 8.febrúar sl. með skipunartíma til 1.nóvember 2010.
Fjárhaldsstjórn tók við stjórn fjármála sveitarfélagsins og er bæjarstjórn
óheimilt að inna greiðslur af hendi úr bæjarsjóði án samþykkis hennar. Því
ríkir veruleg óvissa um áframhaldandi rekstrarhæfi sveitarfélagsins.