2009-11-02 18:19:23 CET

2009-11-02 18:21:05 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Össur hf. - Fyrirtækjafréttir

Össur býður út allt að 29.500.000 hluti á markaðsvirði í lokuðu hlutafjárútboði



Ekki til útgáfu eða dreifingar í Ástralíu, Kanada, Japan eða
                           Bandaríkjunum.

                                       Fréttatilkynning frá Össuri hf
                                   Reykjavik, 2. nóvember 2009  17:15


Stjórn Össurar hf. ("Össur") hefur í dag tekið ákvörðun um að  ráðast
í takmarkað og  lokað útboð  ("útboðið") á allt  að 29.500.000  nýjum
hlutum í Össuri á markaðsverði án forkaupsréttar núverandi hluthafa.

Útboðið fer fram á grundvelli söfnunarferlis þar sem boðnir verða  að
hámarki 29.500.000 hlutir að nafnvirði 1 kr. hver ("nýju hlutirnir"),
sem svarar  til  u.þ.b.  7,0% af  útistandandi  hlutafé  Össurar,  að
nafnvirði 423.000.000  kr.  Útboðsgengið  verður  ákvarðað  að  loknu
söfnunarferlinu. Miðað við lokgagengið hinn 2. nóvember 2009, sem var
DKK 5,2, mun brúttósöluandvirði bréfanna í útboðinu svara til  u.þ.b.
153 milljónum DKK (30  milljónir Bandaríkjadala) ef  miðað er við  að
fjárfestar skrifi sig fyrir öllu hlutafénu sem í boði er.

Tilgangur útboðsins er að auka fjárhagslegan sveigjanleika  félagsins
og styrkja grunninn að framtíðarvexti þess. Á undanförnum árum  hefur
Össur þróast í alþjóðlegt fyrirtæki  sem er leiðandi í framleiðslu  á
stoð- og  stuðningsvörum  og  með  sterka  markaðshlutdeild  á  sínum
mörkuðum. Félagið  á sér  sögu  um að  auka stöðugt  verðmæti  þeirra
vörutegunda sem það framleiðir, bæði með nýsköpun og fyrirtækjakaupum
sem  styðja  við  vöxt   félagsins.  Stjórnendur  Össurar  telja   að
langtímahorfur í rekstri félagsins séu mjög góðar. Stöðugt er  fylgst
með markaðsþróun og fjárfestingartækifærum, en Össur er í góðri stöðu
til þess að færa sér í nyt tækifæri sem skapast.

Ennfremur hefur Össur hug á að  auka flot á bréfum félagsins og  bæta
þar með seljanleika og verðmyndun bréfanna.


Útboðið

Útboðið beinist  að  tilteknum  fagfjárfestum  og  öðrum  dönskum  og
alþjóðlegum fjárfestum. Útboðið beinist  ekki að fjárfestum sem  hafa
búsetu á Íslandi. Í útboðinu hafa núverandi hluthafar Össurar  fallið
frá forkaupsrétti sínum skv. heimild í  2. mgr. greinar 2.01 í  B-lið
samþykkta félagsins.

SEB Enskilda  er  umsjónaraðili  útboðsins.  Áskriftarumsóknir  skulu
sendar til umsjónaraðilans og öll kaup skulu eiga sér stað hjá honum.
Tilboðssöfnunin hefst þegar í stað. Gert er ráð fyrir að verðákvörðun
og úthlutun  verði  tilkynnt  svo  fljótt  sem  unnt  er  að  lokinni
tilboðssöfnuninni.

Ákvörðun stjórnar um hlutafjáraukningu

Stjórn Össurar hefur ákveðið að ráðast  í útboð á allt að  29.500.000
hlutum, að nafnvirði  1 kr.  á hlut.  Ákvörðunin um  að auka  hlutafé
félagsins er  tekin  skv.  heimild í  samþykktum  félagins,  2.  mgr.
greinar 2.01 í lið B.

Bréf tekin til viðskipta og opinber skráning

NASDAQ OMX á Íslandi og NASDAQ  OMX í Kaupmannahöfn hafa staðfest  að
nýju hlutirnir verði  teknir til viðskipta  og opinberrar  skráningar
með núverandi ISIN númeri Össurar, IS0000000040. Að lokinni skráningu
hlutafjáraukningarinnar   hjá   fyrirtækjaskrá   á   Íslandi   verður
bráðabirgða ISIN-auðkennið  IS0000019669 sameinað  ISIN númeri  bréfa
Össurar  í   Verbréfaskráningu   Íslands  og   hjá   VP   Securities.
Bráðabirgðaauðkenni nýju hlutanna  verður ekki  tekið til  opinberrar
skráningar og viðskipta á NASDAQ OMX, heldur verður það aðeins  skráð
hjá VP  Securities  til  þess  að  greiða  fyrir  áskriftum  að  nýju
hlutunum.

Áætlaðar tímasetningar í útboðinu

Gert er ráð fyrir að útboðsverðið og umfang útboðsins verði  tilkynnt
á NASDAQ OMX eigi síðar en 3. nóvember 2009.

Áætlaður greiðsludagur gegn afhendingu: 6. nóvember 2009

Áætlaður skráningardagur hlutafjáraukningarinnar hjá fyrirtækjaskrá á
Íslandi 6. nóvember 2009

Áætlaður dagur, sem hinir nýju  hlutir verða teknir til viðskipta  og
skráningar á NASDAQ OMX með núverandi ISIN númeri: 9. nóvember 2009

Gert er  ráð fyrir  að flýta  megi dagsetningum  vegna skráningar  og
viðskipta nýrra  hluta  í kauphöll,  og  greiðslu og  skráningar  hjá
fyrirtækjaskrá ef útboðinu er lokað fyrr en ætlað var. Félagið  getur
hvenær sem er lokað útboðinu eða framlengt það eftir eigin ákvörðun.

Biðtími

Félagið hefur fallist á  að í 180 daga  eftir að nýju hlutirnir  hafa
verið teknir til viðskipta á NASDAQ OMX muni félagið ekki gefa út eða
tilkynna opinberlega  um  áform um  að  gefa út  nein  hlutabréf  eða
verðbréf, sem eru breytanleg eða skiptanleg í hlutabréf, eða sem fela
í sér  rétt  til  þess  að skrifa  sig  fyrir  hlutum,  án  fyrirfram
samþykkis umsjónaraðila útboðsins hverju  sinni (sem ekki skal  synja
um slíkt samþykki að ástæðulausu), nema  að því leyti sem skylt  kann
að vera að gefa út slíka hluti skv. íslenskum eða dönskum lögum eða í
tengslum við  fjárfestingar í  fyrirtækjum,  enda verði  slíkir  nýir
hlutir  ekki  umfram  5%  af  hlutafé  félagsins  á  þeim  tíma   sem
fjárfestingin á sér  stað, eða  ef starfsmenn nýta  sér kauprétt  sem
þeir hafa öðlast samkvæmt gildandi kaupréttaráætlunum.

Nýju hlutirnir

Nýju hlutirnir munu njóta réttinda  til jafns við fyrri hlutabréfi  í
Össuri (pari  passu). Nýju  hlutirnir verða  skráðir á  nafn  eigenda
sinna  í   hlutaskrá  félagsins   og  gefnir   út  og   skráðir   hjá
Verðbréfaskráningu Íslands og VP Securities.
Engum hlutum, þ.m.t.  nýjum hlutum,  fylgja nú eða  munu fylgja  nein
sérréttindi. Nýju  hlutirnir verða  framseljanlegir og  munu að  öllu
leyti veita sama  rétt og núverandi  hlutabréf. Réttindi, sem  fylgja
nýju hlutunum, þ.m.t. atkvæðaréttur  og réttur til arðgreiðslu,  munu
gilda  frá   þeim   tíma   sem  hlutafjáraukningin   er   skráð   hjá
Fyrirtækjaskrá.

Viðskipti með  íslenska  fjármálagerninga falla  nú  undir  íslenskar
reglur um gjaldeyrismál. Seðlabanki  Íslands hefur  veitt  undanþágur
frá þessum reglum og leyft  tiltekin flutning á hlutabréfum í  Össuri
og viðskipti með þau. Fjárfestum,  sem eiga lögheimili utan  Íslands,
mun almennt  heimilt að  eiga frjáls  viðskipti með  hluti í  Össuri,
þ.m.t. nýju hlutina, á dönskum markaði. Frekari upplýsingar um leiðir
til að flytja bréf í Össuri og  eiga viðskipti með þau er að finna  á
heimasíðu Össurar: www.ossur.com/investors.

Skráning hlutabréfa, greiðslumiðlun og uppgjör

Hlutabréf í  Össuri eru  skráð  hjá Verðbréfaskráningu  Íslands  hf.,
Laugavegi  182,   105   Reykjavík,   og  hjá   VP   Securities   A/S,
Weidekampsgade 14, DK-2300 Copenhagen S.

Viðskipti með  hlutabréf  í Össuri  fara  fram undir  ISIN  númerinu:
IS0000000040.

Greiðslumiðlun og uppgjör  viðskipta með hlutabréf  í Össuri,  þ.m.t.
nýju hlutina, sem eiga sér stað á NASDAQ OMX á Íslandi og NASDAQ  OMX
í Kaupmannahöfn,  fara fram  með  milligöngu umsjónaraðila  á  útgáfu
hlutabréfa Össurar á Íslandi og í Danmörku.

Nordea Bank  Danmark A/S  gegnir hlutverki  umsjónaraðila að  því  er
varðar hluti í Össuri,  þ.m.t. nýju hlutina, sem  skráðir eru hjá  VP
Securities A/S í Danmörk.

Skattar og arður

Samkvæmt íslenskum lögum  ber greiðsla arðs  til hlutafélaga  almennt
10% staðgreiðsluskatt,  en  einstaklingar greiða  15%.  Hlutafélög  í
ríkjum innan Evrópusambandsins  eða á  Evrópska efnahagssvæðinu  geta
gert kröfu um  endurgreiðslu staðgreiðsluskatts,  sem innheimtur  er.
Tvísköttunarsamningar  kunna  að  veita  undanþágu  eða  afslátt  frá
staðgreiðsluskatti. Fjárfestar eru hvattir  til þess að leggja  eigið
mat á skattalegar  afleiðingar af  því að fjárfesta  í hlutabréfum  í
Össuri.

Aðrar upplýsingar

Össur er almenningshlutafélag sem stofnað er og skráð skv.  íslenskum
lögum   með   kennitöluna   560271-0189.   Fjárhagsár   Össurar    er
almanaksárið.

Upplýsingar  um  Össur  hf.  er  að  finna  á  heimasíðu   félagsins:
www.ossur.com/investors

Nánari upplýsingar veita:
Jón Sigurðsson, forstjóri, sími 515 1300
Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri, sími 515 1300
Sigurborg Arnarsdóttir, fjárfestatengill, sími 664-1044


*****

Tilynning þessi er  ekki tilboð  um sölu  verðbréfa í  Bandaríkjunum.
Verðbréf má  ekki  bjóða  til  sölu  eða  selja  í  Bandaríkjunum  án
skráningar eða undanþágu  skv. bandarískum  verðbréfalögum frá  1933,
með áorðnum breytingum.  Útgefandi verðbréfanna hefur  ekki skráð  og
hefur ekki áform um  að skrá neinn hluta  útboðsins í Bandaríkjum  og
hyggst ekki bjóða út verðbréf opinberlega í Bandaríkjunum.
Tilkynningu þessari er aðeins  dreift til og  beinist aðeins til  (i)
aðila utan  Bretlandseyja  eða (ii)  aðila  sem eru  fagfjárfestar  í
skilningi   e-liðar   1.   mgr.   2.   gr.   tilskipunar   2003/71/EB
("Evróputilskipunarinnar um  útboðs- og  skráningarlýsingar") og  sem
eru annað hvort  (x) fagfjárfestar sem  falla undir 5.  mgr. 19.  gr.
breskra laga  um fjármálaþjónustu  og markaði  frá árinu  2000  ("the
Financial Services and  Markets Act 205  (Financial Promotion)  Order
2005") eða (y) fjársterk fyrirtæki, svo og til annarra sem heimilt er
að lögum að dreifa skjalinu til og falla undir a - d-liði 2. mgr. 49.
gr. fyrrnefndra laga (en  allir þeir aðilar sem  nefndir eru í  liðum
(i) og  (ii)  hér  að framan  eru  sameiginlega  nefndir  "viðeigandi
aðilar". Hinir  nýju hlutir  eru aðeins  falir viðeigandi  aðilum  og
aðeins verður  gengið að  boðum,  tilboðum eða  samningum  viðeigandi
aðila um að skrifa sig fyrir, kaupa eða eignast verðbréfin með  öðrum
hætti. Aðili, sem ekki er viðeigandi aðili, ætti ekki að gera  neinar
ráðstafanir á grundvelli þessa  skjals eða reiða sig  á neinn hátt  á
efni þess.
Tilkynning  þessi   er   auglýsing   og  telst   ekki   útboðs-   eða
skráningarlýsing í  skilningi  Evróputilskipunarinnar um  útboðs-  og
skráningarlýsingar ásamt hvers kyns gerðum til innleiðingar hennar  í
viðkomandi aðildarríkjum samkvæmt henni.
Í  aðildarríkjum  Evrópska   efnahagssvæðisins,  sem  innleitt   hafa
Evróputilskipunina um útboðs-  og skráningarlýsingar, er  orðsendingu
þessari aðeins  beint  til  fjárfesta í  viðkomandi  aðildarríki  sem
teljast fagfjárfestar í  skilningi tilskipunarinnar og  á hún  aðeins
erindi við slíka fjárfesta.

*****

Í tilkynningu  þessari er  að finna  tilteknar yfirlýsingar  þar  sem
horft er til framtíðar, þ.m.t. yfirlýsingar um viðskipti félagsins og
útboðið. Slíkar  yfirlýsingar byggjast  á upplýsingum,  ályktunum  og
áætlunum sem af hálfu  félagsins eru taldar  raunhæfar. Þær kunna  að
breytast eða vera  breytt vegna  óvissu sem  tengist efnahagslegu  og
fjárhagslegu  umhverfi   félagsins,   ásamt  lagalegum   atriðum   og
markaðsaðstæðum. Að auki kunna viðskipti  félagsins og geta þess  til
þess að ná markmiðum sínum að  verða fyrir neikvæðum áhrifum ef  einn
eða  fleiri  af  þeim   áhættuþáttum  koma  fram,   sem  lýst  er   í
samantektarskjalinu sem  tekið var  saman  í tengslum  við  skráningu
hlutabréfa Össurar á NASDAQ  OMX í Kaupmannahöfn,  svo og í  kaflanum
sem ber yfirskriftina "Áhættuþættir" í árskýrslu Össurar fyrir  2008,
eða ef  aðrir  áhættuþættir koma  fram,  sem ekki  eru  fyrirséðir  á
þessari stundu eða  taldir eru óverulegir.   Félagið skuldbindur  sig
ekki til þess að ná markmiðum sínum, né tekur það neina ábyrgð á  því
að það muni  gerast. Fjárfestar eru  sér í lagi  hvattir til að  gefa
sérstakan gaum að þeim áhættuþáttum sem lýst er í samantektarskjalinu
sem tekið var  saman í  tengslum við skráningu  hlutabréfa Össurar  á
NASDAQ  OMX  í  Kaupmannahöfn,   ásamt  kaflanum  um  áhættuþætti   í
ársskýrslu Össurar fyrir árið 2008.