2014-06-03 11:51:25 CEST

2014-06-03 11:51:58 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
FAST-1 slhf. - Fyrirtækjafréttir

Breyting á skilmálum skuldabréfaflokks FAST-1 slhf.


Breyting á skilmálum skuldabréfaflokks FAST 1 12 útgefnum af  FAST-1 slhf.

Eigendur skuldabréfa útgefnum af FAST-1 slhf. og stjórn félagsins hafa samþykkt
eftirfarandi breytingu á A) lið kafla um sérstakar skuldbindingar í skilmálum
skuldabréfsins.  Ákvæðið hljóðar svo fyrir breytingu:"Tilkynning á vanefnd: Útgefandi skuldbindur sig til að tilkynna
skuldabréfaeiganda skriflega þegar í stað, ef hann verður var við að
vanefndartilvik hafi orðið eins og það er skilgreint skv. skilmálum þessum.
Jafnframt skuldbindur útgefandi sig til að tilkynna skuldabréfaeiganda skriflega
þegar í stað vanefndartilvik vegna annarra fjárhagslegra skuldbindinga eða ef
gjaldfellingarheimildir skv. öðrum skuldaskjölum verða virkar."

Eftir breytingu hljóðar ákvæðið svo:"Tilkynning á vanefnd: Útgefandi skuldbindur sig til að tilkynna
skuldabréfaeigendum þegar í stað, ef hann verður var við að vanefndartilvik hafi
orðið eins og það er skilgreint skv. skilmálum þessum. Jafnframt skuldbindur
útgefandi sig til að tilkynna skuldabréfaeigendum þegar í stað vanefndartilvik
vegna annarra fjárhagslegra skuldbindinga eða ef gjaldfellingarheimildir skv.
öðrum skuldaskjölum verða virkar. Opinber tilkynning í gegnum fréttakerfi NASDAQ
OMX á Íslandi telst fullnægjandi tilkynning skv.ákvæði þessu."

Frekari upplýsingar veitir Haukur Skúlason, stjórnarformaður FAST-1 slhf. í síma
844 4778 eða í gegnum netfangið haukur@islandssjodir.is

[HUG#1790307]