2025-03-19 15:22:53 CET

2025-03-19 15:22:55 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Íþaka fasteignir ehf. - Ársreikningur

Íþaka fasteignir ehf.: Ársreikningur árið 2024


Stjórn Íþöku fasteigna ehf. staðfesti á fundi sínum í dag, miðvikudaginn 19. mars 2025, ársreikning félagsins fyrir árið 2024. Ársreikningur félagsins hefur nú verið birtur.

Helstu atriði ársreiknings:

  • Heildarafkoma félagsins á árinu 2024 var 1.564 m.kr., þar eru stórir þættir rekstrartekjur félagsins sem voru 3.429 m.kr. á tímabilinu og matsbreyting fjárfestingareigna að fjárhæð 1.646 m.kr.
  • Heildar eignir félagsins námu 48.176 m.kr. m.v. 31. desember 2024, þar af voru fjárfestingareignir 45.691 m.kr. og handbært fé 346 m.kr. Vaxtaberandi skuldir námu 27.776 m.kr. og eigið fé félagsins var 15.194 m.kr.
  • Eiginfjárhlutfall félagsins í lok ársinser 31,5%.

Ársreikningur félagsins er meðfylgjandi og er hann einnig að finna á heimasíðu félagsins, www.ithaka.is/fjarmala-og-markadsupplysingar.

Félagið er með skráð skuldabréf í Kauphöll Íslands, í flokkunum ITHAKA 070627, ITHAKA 291128, ITHAKA 051233 og ITHAKA 300834, og fylgir þeim reglum sem gilda um félög með skráða fjármálagerninga á skipulegum markað.

Á árinu samþykktu skuldabréfaeigendur að taka upp almennt tryggingafyrirkomulag, sem kom í stað þess tryggingafyrirkomulags sem fyrir var vegna útgáfu skuldabréfa félagsins. Almenna tryggingafyrirkomulagið er einnig til tryggingar lánum félagsins hjá fjármálastofnunum.

Á árinu sameinaðist félagið BLT Lyftum ehf. og við hluta félagsins Merkúr ehf., og eignaðist félagið við samrunann fasteignir að Dalvegi 30 og Laugavegi 95-99. Vegna fjárhagslegra áhrifa af framangreindum samruna vísast til skýringar 18 í ársreikningi félagsins. 

ÍÞAKA rekur og leigir út atvinnuhúsnæði, byggir upp lóðir og þróar lausnir til að mæta húsnæðisþörf fyrirtækja.

ÍÞAKA stefnir að því að vera styrk stoð í íslensku samfélagi með heilnæmt og sveigjanlegt húsnæði sem uppfyllir þarfir atvinnulífsins á hverjum tíma.

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Valur Gíslason, framkvæmdastjóri, í síma 822-4403 eða í tölvupósti á gunnarvalur@ithaka.is.

Viðhengi