2012-11-29 13:29:38 CET

2012-11-29 13:30:39 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reykjavíkurborg - Ársreikningur

Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar jan. - sept. 2012


Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið janúar-september 2012 var
lagður fram í borgarráði í dag fimmtudaginn 29. nóvember. 



Rekstrarniðurstaða A-hluta var neikvæð um 81 mkr en áætlun gerði ráð fyrir að
hún yrði neikvæð um 1.245 mkr á tímabilinu. Niðurstaðan er því betri en gert
var ráð fyrir, sem nemur 1.164 mkr. Hagstæðari niðurstöðu má m.a. rekja til
hærri skatttekna og hærri greiðslna frá Jöfnunarsjóði.   Rekstrarniðurstaða
fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 437 mkr en áætlun gerði ráð fyrir neikvæðri
niðurstöðu um 693 mkr eða 1.130 mkr betri en áætlun gerði ráð fyrir. 

Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A og B hluta, var jákvæð um
2.218 mkr en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 2.098 mkr.
Rekstrarniðurstaðan er því 120 mkr betri en gert var ráð fyrir þrátt fyrir að
fjármagnsgjöld væru 1.507 mkr hærri en áætlun.  Niðurstaðan sýnir að rekstur
samstæðunnar er að styrkjast. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð
um 13.328 mkr sem er um 1.287 mkr betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. 

Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok
tímabilsins samtals 465.323 mkr, heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru
316.147 mkr og eigið fé nam 149.176 mkr en þar af nam hlutdeild meðeigenda
8.236 mkr. 

Fjárhagslegur styrkur A-hluta borgarsjóðs er mikill hvort sem litið er til
eiginfjárstöðu eða hefðbundinna skuldaþekjuhlutfalla. Eiginfjárhlutfall,
skuldahlutfall og sjóðstreymi samstæðunnar er einnig að styrkjast. 

Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst
starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að
ræða Aðalsjóð, þ.e. rekstur fagsviða, og Eignasjóð. Til B-hluta teljast
fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu
borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með
þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Bílastæðasjóður Reykjavíkur, Faxaflóahafnir
sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði
hf., Orkuveita Reykjavíkur, Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, Slökkvilið
höfuðborgar­svæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Aflvaka hf og Jörundar
ehf.