2010-07-15 18:01:02 CEST

2010-07-15 18:02:02 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Eik fasteignafélag hf. - Fyrirtækjafréttir

Eik fasteignafélag hf. lýkur áreiðanleikakönnun og drögum að sex mánaða uppgjöri


Eftirfarandi eru helstu niðurstöður rekstrar Eikar fasteignafélags hf. fyrstu
sex mánuði ársins 2010, skv. drögum að óendurskoðuðu uppgjöri félagsins: 

Hagnaður: 151.268.000.-				
Leigutekjur: 802.674.000.- 		
Matsbreyting fjárfestingareigna: 87.665.000.-		
Fjármunatekjur: 215.872.000.-
Fjárfestingareignir: 19.527.980.000.-			
Handbært fé: 237.786.000.-
Heildareignir: 20.144.840.000.-			
Eigið fé: 1.380.303.000.-
Heildarskuldir: 18.764.537.000.- 

Niðurstöðurnar eru í takt við áætlanir.

Áreiðanleikakönnun Auðar Capital hf. á Eik fasteignafélagi hf er lokið og er
helsta niðurstaða könnunarinnar að lagt er til að kröfuhafar óveðtryggðra
krafna, að verðmæti um 3 milljarða, eignist 90 prósent hlut í félaginu. Gangi
það eftir mun núverandi eigandi, Íslandsbanki hf, halda 10 prósenta hlut í
félaginu eftir breytingar. 

Meginviðfangsefni könnunarinnar var að meta áætlaðar tekjur félagsins til
ársins 2015, þar sem tekið er tillit til fjölda, tegundar og lengdar
leigusamninga Eikar við viðskiptavini sína, spár um útleiguhlutfall, áætlaðar
tekjur, þróun markaðsverðs leigukostnaðar, áætlunar um rekstrarkostnað,
eignaskatta, tryggingarkostnað og viðhaldskostnað. Aukinheldur var farið í
saumana á skuldastöðu félagsins og hún könnuð sjálfstætt hjá helstu
lánadrottnum félagsins. 

Niðurstöður áreiðanleikakönnunarinnar bera þess ótvíræð merki að með yfirtöku
kröfuhafa á meirihluta félagsins geti þeir hámarkað virði eigna sinna. Beðið er
niðurstöðu samningsumleitana við veðhafa um skuldbreytingu á langtímalánum. 

Í ljósi þeirra hremminga sem íslenskt efnahagslíf hefur gengið í gegnum
undanfarin misseri verður ekki annað sagt að afkoma Eikar og niðurstaða
áreiðanleikakönnunar félagsins séu afar jákvæð tíðindi. Spár félagsins sem eru
að hluta staðfestar í áreiðanleikakönnuninni gefa til kynna að framtíð
leigumarkaðar með atvinnuhúsnæði er björt. Styrk staða Eikar fasteignarfélags á
þeim markaði er því ánægjuefni. 

Meðfylgjandi eru niðurstöður áreiðanleikakönnunar Auðar Capital hf. í heild
sinni. 

Frekari upplýsingar gefur:

Garðar Hannes Friðjónsson
forstjóri
S. 590-2200